Verður erfitt að minnast voðaverkanna í Útey Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2012 14:07 Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira