Erlent

Miklir bardagar í úthverfum Damaskus

Miklir bardagar geisuðu í í Damaskus höfuðborg Sýrlands í gærdag og langt fram á kvöld milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Sennilega er um mestu bardagana að ræða síðan átökin hófust í landinu í mars í fyrra.

Í frétt á BBC um málið segir að einkum hafi verið barist í úthverfum borgarinnar en uppreisnarmenn hafa náð fótfestu í þeim.

Átökin leiddu til þess að Rauði krossinn gaf út yfirlýsingu um að borgarastríð væri í raun hafið í Sýrlandi og næðu ákvæði Genfarsáttmálans því yfir stríðandi fylkingar.

Ekki hafa fengist upplýsingar um mannfall í bardögunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×