Erlent

Condolezza Rice óvænt í sviðsljósinu í Bandaríkjunum

Condolezza Rice fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur óvænt stolið hinu pólitíska sviðsljósi vestan hafs um helgina.

Matt Drudge stjórnandi vefsíðunnar Drudge Report birti á föstudaginn var frétt um að Condolezza Rice eða Condi eins og hún er kölluð væri einn helsti valkostur Mitt Romney sem varaforsetaefni flokksins. Síðan allir helstu fjölmiðlar landsins fjallað um málið.

Umfjöllunin hefur verið allt frá ítarlegri grein á CNN undir fyrirsögninni "Kostir og gallar" og til greinarskrifa hins fyndna rithöfundar Carl Hiaasen í Miami Herald undir fyrirsöginni "Enginn geðsjúklingur þarf að sækja um stöðu varaforseta."

Auk þess hafa verið vangaveltur um að Drudge hafi sett þessa frétt í loftið eingöngu til að aðstoða vini sína í Repúblikanaflokknum. Á þeim tíma sem fréttin birtist var komin í gang mjög neikvæð umfjöllun um fjármál Romney, umfjöllun sem fallið hefur í skugga Condi.

Helstu kostir Condi eru að hún er fluggáfuð, íhaldsöm, með miklar reynslu í alþjóðamálum og svört á litinn. Helstu gallar eru að hún var ráðherra í stjórn George Bush og með hana við hlið Romney yrðu ýmis sár ýfð upp frá þeim valdatíma, ekki hvað síst Írakstríðið.

Kannski eru þessar vangaveltur til lítils því eins og Carl Hiaasen segir er krafa Repúblikana um varaforseta sú að viðkomandi sé leiðinlegur, hvítur og karlkyns.

Ekki hefur náðst í Condi sjálfa vegna þessarar umfjöllunnar en talsmaður hennar hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu þar sem vitnað er til fyrri orða Condi um varaforsetaembættið. Hún hefur tvisvar sagt opinberlega fyrr í ár að hún hafi ekki áhuga á embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×