Innlent

Strandveiðisvæði lokað

Strandveiðisvæðinu frá Ísafjarðardjúpi og austur fyrir Eyjafjörð verður lokað á miðnætti, þar sem júlíkvótinn verður uppurinn.

Þar með er júlíkvótinn búinn á þremur svæðum, því áður var búið að loka vestrusvæðinu og suðursvæðinu, en um það bil helmingur kvótans er eftir á ausutrsvæðinu.

Aldrei áður hefur kvótinn klárast á svo mörgum svæðum í miðjum mánuði. Fara þar saman góð aflabrögð og gott sjóverður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×