Erlent

Rændu formanni Ólympíunefndar Líbíu

Vopnaðir menn klæddir eins og hermenn rændu Nabil Elalem formanni Ólympíunefndar Líbíú á götu úti í Trípolí í gærdag. Enginn veit hvar hann er niðurkominn í augnablikinu né hverjir rændu honum.

Elalem var akandi í bíl með vini sínum þegar á annan tug vopnaðra manna stöðvaði bílinn við farartálma bílinn var stöðvaður við farartálma og Elalmen var rænt.

Íþróttamálaráðherra Líbíu hefur krafist þess að Elalem verði strax látinn laus úr haldi enda stutt í að Ólympíuleikarnir hefjist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×