Innlent

Fjórir grunaðir um að hafa brotið gegn konu í miðborg Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kjörgarður.
Kjörgarður.
Kona var flutt á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisafbrota í gærmorgun eftir að hún fannst við Kjörgarð í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan handtók fjóra menn vegna rannsóknar málsins en þeim var sleppt í gær að loknum yfirheyrslum. Ekki hefur verið lögð fram kæra á hendur þeim. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann segir að málið sé í rannsókn en vill að öðru leyti ekki tjá sig um það.

Fréttavefur DV
segir að starfsmenn sem voru í erindagjörðum við Kjörgarð hafi hlúð að konunni þar til lögregla kom á vettvang. Hún mun hafa verið nakin þegar lögreglan kom að henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×