Innlent

Íslendingar duglegir að endurvinna áldósir

Hér er verið að telja dósir sem komið hefur verið með í endurvinnsluna. Hér áður fyrr var þetta allt talið með höndunum en í dag eru stórar vélar sem sjá um það.
Hér er verið að telja dósir sem komið hefur verið með í endurvinnsluna. Hér áður fyrr var þetta allt talið með höndunum en í dag eru stórar vélar sem sjá um það. mynd/pjetur
Um 85 prósent áldósa hér á landi rötuðu í endurvinnslu árið 2010 en það er lægsta hlutfallið á meðal Norðurlandanna. Í Finnlandi var endurvinnsluhlutfallið 95%, Í Noregi 93%, Í Danmörku 89% og Svíþjóð 87%.

Þetta kemur fram í árlegri samantekt Evrópusamtaka álframleiðanda, EAA.

Hæst var hlutfallið í Þýsklandi en 95% áldósa þar í landi rötuðu í endurvinnslu. Endurvinnsluhlutfall áldósa í Evrópu jókst um 2,4 prósentustig árið 2010 og nam 66,7 prósentum. Heildarnotkun áldósa það ár nam 36 milljörðum dósa og hafði aukist um 2 milljarða dósa á milli ára. Um 24 milljarðar dósa voru því endurunnar það ár.

Könnun samtakanna nær til allra aðildarríkja ESB og EFTA auk Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×