Innlent

Hafa sparað 575 milljónir vegna þunglyndislyfja

Stjórnvöld hafa náð verulegum árangri í að lækka lyfjakostnað og í fyrra lækkaði sá kostnaður þriðja árið í röð.

Einna bestur árangur í þessum efnum hefur náðst í þunglyndislyfjum. Kostnaður við þau lækkaði um 53% frá árinu 2009 og þar til í fyrra eða um 575 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að í heild hafi lyfjakostnaður í fyrra lækkað um 2,7% miðað við árið á undan þrátt fyrir að lyfjanotkun hafi aukist um 5,1% mælt í fjölda dagskammta.

Þá segir að sparnaður sjúkratrygginga vegna lækkunar lyfja hafi numið 750 milljónum króna í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×