Börn í lífshættu vegna einangrunar sem fylgir netfíkn 16. júlí 2012 07:00 Guðlaug María Júlíusdóttir Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við netfíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. "Börnin eru lögð inn þegar þau eru farin að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. Þau hafa ekki sinnt samskiptum við fjölskyldu og vini vikum og jafnvel mánuðum saman, heldur einungis verið inni á herberginu sínu. Þau hafa ekki sinnt neinu nema tölvunni og heiminum sem þar er inni," segir Guðlaug. Hún tekur það fram að í göngudeildarmeðferð sé reynt að greina grunnvandann. "Netfíkn er ekki sjúkdómsgreining í sjálfu sér. Við reynum að komast að því hvers vegna barnið er búið að koma sér á þennan stað í tilverunni. Mögulega er um einstakling að ræða sem í grunninn er kvíðinn og félagsfælinn og líður best inni á herbergi. Stundum flosna börn upp úr skóla vegna netfíknar. Í öðrum tilfellum eru þau búin með skólaskyldu og reynist erfitt að fá vinnu. Foreldrunum finnst þá skiljanlegt að barnið leiti inn í herbergi. Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu alvarlegur vandinn er." Í göngudeildarmeðferðinni er fjölskyldunum hjálpað að koma börnunum út úr herbergjunum. "Það verða oft átök inni á heimilunum. Börnin láta ekki alltaf tölvuna frá sér með góðu. Reynt er að fara samningaleið innan skynsamlegra marka og styðja foreldrana í að setja mörk. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Stefnt er að því að finna úrræði sem fylla tómarúmið þegar dregið er úr tölvunotkuninni," segir Guðlaug. Á legudeild eru börnin látin æfa sig í þeim daglegu athöfnum sem þau voru búin að týna niður, að sögn Guðlaugar. "Þau æfa sig í að horfast í augu við aðra, bjóða góðan daginn, fara reglulega í sturtu og borða á matmálstímum. Þau fá svokallaða umhverfismeðferð. En fráhvarfseinkennin geta verið mjög alvarleg. Þess eru dæmi að börnin ráfi um gangana með miklar kvalir. Þau finna fyrir kvíða og óróa og þola ekki við. Einkennin eru svipuð og fráhvarfseinkenni vegna annarrar fíknar. Ég vona að þekkingin á tölvufíkn sé að verða meiri hjá foreldrum svo að þessi mál nái ekki að ganga svona langt." ibs@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við netfíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. "Börnin eru lögð inn þegar þau eru farin að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. Þau hafa ekki sinnt samskiptum við fjölskyldu og vini vikum og jafnvel mánuðum saman, heldur einungis verið inni á herberginu sínu. Þau hafa ekki sinnt neinu nema tölvunni og heiminum sem þar er inni," segir Guðlaug. Hún tekur það fram að í göngudeildarmeðferð sé reynt að greina grunnvandann. "Netfíkn er ekki sjúkdómsgreining í sjálfu sér. Við reynum að komast að því hvers vegna barnið er búið að koma sér á þennan stað í tilverunni. Mögulega er um einstakling að ræða sem í grunninn er kvíðinn og félagsfælinn og líður best inni á herbergi. Stundum flosna börn upp úr skóla vegna netfíknar. Í öðrum tilfellum eru þau búin með skólaskyldu og reynist erfitt að fá vinnu. Foreldrunum finnst þá skiljanlegt að barnið leiti inn í herbergi. Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu alvarlegur vandinn er." Í göngudeildarmeðferðinni er fjölskyldunum hjálpað að koma börnunum út úr herbergjunum. "Það verða oft átök inni á heimilunum. Börnin láta ekki alltaf tölvuna frá sér með góðu. Reynt er að fara samningaleið innan skynsamlegra marka og styðja foreldrana í að setja mörk. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Stefnt er að því að finna úrræði sem fylla tómarúmið þegar dregið er úr tölvunotkuninni," segir Guðlaug. Á legudeild eru börnin látin æfa sig í þeim daglegu athöfnum sem þau voru búin að týna niður, að sögn Guðlaugar. "Þau æfa sig í að horfast í augu við aðra, bjóða góðan daginn, fara reglulega í sturtu og borða á matmálstímum. Þau fá svokallaða umhverfismeðferð. En fráhvarfseinkennin geta verið mjög alvarleg. Þess eru dæmi að börnin ráfi um gangana með miklar kvalir. Þau finna fyrir kvíða og óróa og þola ekki við. Einkennin eru svipuð og fráhvarfseinkenni vegna annarrar fíknar. Ég vona að þekkingin á tölvufíkn sé að verða meiri hjá foreldrum svo að þessi mál nái ekki að ganga svona langt." ibs@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira