Börn í lífshættu vegna einangrunar sem fylgir netfíkn 16. júlí 2012 07:00 Guðlaug María Júlíusdóttir Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við netfíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. "Börnin eru lögð inn þegar þau eru farin að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. Þau hafa ekki sinnt samskiptum við fjölskyldu og vini vikum og jafnvel mánuðum saman, heldur einungis verið inni á herberginu sínu. Þau hafa ekki sinnt neinu nema tölvunni og heiminum sem þar er inni," segir Guðlaug. Hún tekur það fram að í göngudeildarmeðferð sé reynt að greina grunnvandann. "Netfíkn er ekki sjúkdómsgreining í sjálfu sér. Við reynum að komast að því hvers vegna barnið er búið að koma sér á þennan stað í tilverunni. Mögulega er um einstakling að ræða sem í grunninn er kvíðinn og félagsfælinn og líður best inni á herbergi. Stundum flosna börn upp úr skóla vegna netfíknar. Í öðrum tilfellum eru þau búin með skólaskyldu og reynist erfitt að fá vinnu. Foreldrunum finnst þá skiljanlegt að barnið leiti inn í herbergi. Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu alvarlegur vandinn er." Í göngudeildarmeðferðinni er fjölskyldunum hjálpað að koma börnunum út úr herbergjunum. "Það verða oft átök inni á heimilunum. Börnin láta ekki alltaf tölvuna frá sér með góðu. Reynt er að fara samningaleið innan skynsamlegra marka og styðja foreldrana í að setja mörk. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Stefnt er að því að finna úrræði sem fylla tómarúmið þegar dregið er úr tölvunotkuninni," segir Guðlaug. Á legudeild eru börnin látin æfa sig í þeim daglegu athöfnum sem þau voru búin að týna niður, að sögn Guðlaugar. "Þau æfa sig í að horfast í augu við aðra, bjóða góðan daginn, fara reglulega í sturtu og borða á matmálstímum. Þau fá svokallaða umhverfismeðferð. En fráhvarfseinkennin geta verið mjög alvarleg. Þess eru dæmi að börnin ráfi um gangana með miklar kvalir. Þau finna fyrir kvíða og óróa og þola ekki við. Einkennin eru svipuð og fráhvarfseinkenni vegna annarrar fíknar. Ég vona að þekkingin á tölvufíkn sé að verða meiri hjá foreldrum svo að þessi mál nái ekki að ganga svona langt." ibs@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við netfíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. "Börnin eru lögð inn þegar þau eru farin að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. Þau hafa ekki sinnt samskiptum við fjölskyldu og vini vikum og jafnvel mánuðum saman, heldur einungis verið inni á herberginu sínu. Þau hafa ekki sinnt neinu nema tölvunni og heiminum sem þar er inni," segir Guðlaug. Hún tekur það fram að í göngudeildarmeðferð sé reynt að greina grunnvandann. "Netfíkn er ekki sjúkdómsgreining í sjálfu sér. Við reynum að komast að því hvers vegna barnið er búið að koma sér á þennan stað í tilverunni. Mögulega er um einstakling að ræða sem í grunninn er kvíðinn og félagsfælinn og líður best inni á herbergi. Stundum flosna börn upp úr skóla vegna netfíknar. Í öðrum tilfellum eru þau búin með skólaskyldu og reynist erfitt að fá vinnu. Foreldrunum finnst þá skiljanlegt að barnið leiti inn í herbergi. Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu alvarlegur vandinn er." Í göngudeildarmeðferðinni er fjölskyldunum hjálpað að koma börnunum út úr herbergjunum. "Það verða oft átök inni á heimilunum. Börnin láta ekki alltaf tölvuna frá sér með góðu. Reynt er að fara samningaleið innan skynsamlegra marka og styðja foreldrana í að setja mörk. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Stefnt er að því að finna úrræði sem fylla tómarúmið þegar dregið er úr tölvunotkuninni," segir Guðlaug. Á legudeild eru börnin látin æfa sig í þeim daglegu athöfnum sem þau voru búin að týna niður, að sögn Guðlaugar. "Þau æfa sig í að horfast í augu við aðra, bjóða góðan daginn, fara reglulega í sturtu og borða á matmálstímum. Þau fá svokallaða umhverfismeðferð. En fráhvarfseinkennin geta verið mjög alvarleg. Þess eru dæmi að börnin ráfi um gangana með miklar kvalir. Þau finna fyrir kvíða og óróa og þola ekki við. Einkennin eru svipuð og fráhvarfseinkenni vegna annarrar fíknar. Ég vona að þekkingin á tölvufíkn sé að verða meiri hjá foreldrum svo að þessi mál nái ekki að ganga svona langt." ibs@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði