Erlent

Þúsund mannlegir dómínókubbar setja heimsmet

Höskuldur Kári Schram skrifar
Um eitt þúsund sjálfboðaliðar slógu nýtt heimsmet sem mannlegir dómínókubbar í borginni Sjanghæ í Kína í dag.

Fyrsta heimsmetið var sett árið 2010 í Kína en þá tóku rúmlega tvö hundruð fimmtíu manns þátt í leiknum. Það met slógu síðan átta hundruð og fimmtíu Bandaríkjamenn fyrr á þessu ári.

Með heimsmetinu í dag náðu Kínverjar því að endurheimta titilinn. Sjálfboðaliðarnir voru eitt þúsund talsins og allir dómínó áhugamenn. Það tók tíu mínútur að fella alla kubbana.

„Þau stóðu sig vel. Í fyrsta lagi tókst þeim þetta í einni tilraun. Að takast þetta í einni tilraun með um þúsund manns er ekki bara heppni. Allir þátttakendur verða að skilja reglurnar til fulls. Í öðru lagi voru allir sjálfboðaliðarnir mjög hugrakkir. Enginn vék sér undan þegar tveggja metra dýnan féll á þá. Svo þessi áskorun heppnaðist mjög vel," sagði Cheng Dong frá Guinnes world records.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×