Innlent

Tökur á mynd Russel Crowe að hefjast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tökur á myndinni Noah, sem skartar Russel Crowe, Anthony Hopkins, Jennifer Conelly og Emma Watson í aðalhlutverkum hefjast von bráðar. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky, segir frá því á Twittersíðu sinni, að hann sé á leið til Íslands í dag.

Það má því búast við því að það verði straumur stórstjarna til Íslands á næstunni. Vísir greindi frá því í gær að Ben Stiller grínleikari er kominn til landsins til að taka þátt í tökum á annarri mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×