Innlent

Fyrsti makrílfarmurinn á leið á Akranes

Fyrsti makrílfarmurinn er á leið á Akranes en það er togarinn Sturlaugur H. Böðvarsson sem kemur í dag til hafnar með farminn.

Á heimasíðu Faxaflóahafna segir að makrílgangan hefur ekki farið framhjá neinum hér við Faxaflóann og vonandi að honum verði skilað í góðum förmum á komandi vikum.

Eitthvað hefur verið um að makríl hafi verið landað í Gömlu höfninni af smærri bátum en von er á skipi frá Brim hf. á næstu dögum sem landa mun frystum makríl í nýrri aðstöðu frystiskipa á Skarfabakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×