Innlent

Logn skemmdi flugdrekaflug

Meðal uppákoma á fjölskylduhátíð í Viðey í gær var kennsla í að grilla pylsur og poppa yfir eldi. Fréttablaðið/Stefán
Meðal uppákoma á fjölskylduhátíð í Viðey í gær var kennsla í að grilla pylsur og poppa yfir eldi. Fréttablaðið/Stefán
"Það var mikið stuð hér og rosalega gaman, en því miður vantaði allan vind og því fóru flugdrekarnir lítið sem ekkert á loft," segir Guðlaugur Ottesen Karlsson hjá Viðeyjarferjunni. Ætlunin var að reyna við Íslandsmet í flugdrekaflugi á fjölskylduhátíð sem fram fór í Viðey í gær. Fyrra met var sett í eynni árið 2010. "Við reynum bara aftur við þetta á næsta ári," segir Guðlaugur hress í bragði. Samkvæmt tölum Viðeyjarferjunnar skemmtu sér tæplega 300 manns þar saman í gær. - trs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×