Innlent

Með vottorð frá Leonard Cohen

Leonard Cohen
Leonard Cohen
Íslenska hljómsveitin The Saints of Boogie Street, sem sérhæfir sig í flutningi á lögum Leonards Cohen, fékk nýverið þakkarbréf frá söngvaskáldinu sjálfu þar sem farið er lofsamlegum orðum um túlkun hljómsveitarinnar á lögunum.

Hljómsveitin gaf út sinn fyrsta disk í vetur með fjórtán lögum úr smiðju Cohens. ?Það var svo finnskur Cohen-aðdáandi sem kom disknum til meistarans sem var ekki lengi að þakka fyrir sig,? segir Ólafur Kristjánsson, forsprakki hljómsveitarinnar. Hljómsveitin hefur einnig fengið tvenn boð um að koma fram á fjölmennum hátíðum tileinkuðum Cohen en Ólafur segir að ekki geti orðið af slíkum ferðum.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×