"Ég er bara ánægður að hafa komið einhverjum til bjargar" Boði Logason skrifar 16. júlí 2012 13:01 Kristján Ingi Kristjánsson, starfar sem lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hefur því lært skyndihjálp. mynd/úr einkasafni „Auðvitað er það góð tilfinning þegar maður hefur komið einhverjum til bjargar - það er ekki spurning," segir Kristján Ingi Kristjánsson, sem bjargaði konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Bryndís Vilbergsdóttir, systir konunnar, lýsti eftir bjargvættinum á Facebook á dögunum og einnig á Vísi í morgun. Félagar Kristjáns sáu fréttina á Vísi og létu hann vita að verið væri að leita að honum og hafði hann samband við Bryndísi í kjölfarið. „Ég var með fjölskylduna í sunnudagsbíltúr og ætlaði í heimsókn í sumarbústað þarna á svæðinu þegar ég sá mann þarna draga konu úr farþegasætinu út á stétt. Konan var greinilega búin að missa meðvitund en andaði. Svo stuttu síðar blánaði hún og hætti að anda og þegar ég fann engan púls þá hóf ég hjartahnoð og blástur," segir Kristján Ingi. Sjúkraflutningamenn komu svo á vettvang um tíu mínútum síðar og hélt Kristján áfram að hnoða í stutta stund eftir að þeir komu. Konan var svo flutt á gjörgæslu með sjúkrabíl. Hún hefur verið útskrifuð þaðan og er nú sem stendur á hjartadeild þar sem hún hefur náð ótrúlegum árangri. Kristján Ingi starfar sem lögreglumaður og lærði skyndihjálp í lögregluskólanum fyrir um tuttugu árum. Hann segist þó hafa sótt endurmenntunarnámskeið á undanförnum árum þar sem skyndihjálpin er rifjuð upp. Hann segir það undir fjölskyldunni komið hvort að þau hittist en hann hefur einungis rætt við fjölskylduna í gegnum síma í morgun. „Ég veit hvaða fólk þetta er núna og það er undir þeim komið hvað þau vilja gera. Ég er bara ánægður að hafa komið einhverjum til bjargar," segir hann. Og hann vill hvetja fólk til þess að sækja skyndihjálparnámskeið. „Ég hvet fólk til þess að sækja námskeið í skyndihjálp. Maður þarf kannski að beita þessu oft en ef maður þarf þess þarf maður að kunna réttu handtökin," segir hann að lokum. Tengdar fréttir Hnoðaði lífi í ókunnuga konu á bílaplani "Við viljum hafa uppi á honum til þess að geta þakkað honum fyrir,“ segir Bryndís Vilbergsdóttir, systir konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Maður sem átti leið um bensínstöðina hnoðaði í hana lífi þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. 16. júlí 2012 10:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
„Auðvitað er það góð tilfinning þegar maður hefur komið einhverjum til bjargar - það er ekki spurning," segir Kristján Ingi Kristjánsson, sem bjargaði konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Bryndís Vilbergsdóttir, systir konunnar, lýsti eftir bjargvættinum á Facebook á dögunum og einnig á Vísi í morgun. Félagar Kristjáns sáu fréttina á Vísi og létu hann vita að verið væri að leita að honum og hafði hann samband við Bryndísi í kjölfarið. „Ég var með fjölskylduna í sunnudagsbíltúr og ætlaði í heimsókn í sumarbústað þarna á svæðinu þegar ég sá mann þarna draga konu úr farþegasætinu út á stétt. Konan var greinilega búin að missa meðvitund en andaði. Svo stuttu síðar blánaði hún og hætti að anda og þegar ég fann engan púls þá hóf ég hjartahnoð og blástur," segir Kristján Ingi. Sjúkraflutningamenn komu svo á vettvang um tíu mínútum síðar og hélt Kristján áfram að hnoða í stutta stund eftir að þeir komu. Konan var svo flutt á gjörgæslu með sjúkrabíl. Hún hefur verið útskrifuð þaðan og er nú sem stendur á hjartadeild þar sem hún hefur náð ótrúlegum árangri. Kristján Ingi starfar sem lögreglumaður og lærði skyndihjálp í lögregluskólanum fyrir um tuttugu árum. Hann segist þó hafa sótt endurmenntunarnámskeið á undanförnum árum þar sem skyndihjálpin er rifjuð upp. Hann segir það undir fjölskyldunni komið hvort að þau hittist en hann hefur einungis rætt við fjölskylduna í gegnum síma í morgun. „Ég veit hvaða fólk þetta er núna og það er undir þeim komið hvað þau vilja gera. Ég er bara ánægður að hafa komið einhverjum til bjargar," segir hann. Og hann vill hvetja fólk til þess að sækja skyndihjálparnámskeið. „Ég hvet fólk til þess að sækja námskeið í skyndihjálp. Maður þarf kannski að beita þessu oft en ef maður þarf þess þarf maður að kunna réttu handtökin," segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Hnoðaði lífi í ókunnuga konu á bílaplani "Við viljum hafa uppi á honum til þess að geta þakkað honum fyrir,“ segir Bryndís Vilbergsdóttir, systir konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Maður sem átti leið um bensínstöðina hnoðaði í hana lífi þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. 16. júlí 2012 10:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Hnoðaði lífi í ókunnuga konu á bílaplani "Við viljum hafa uppi á honum til þess að geta þakkað honum fyrir,“ segir Bryndís Vilbergsdóttir, systir konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Maður sem átti leið um bensínstöðina hnoðaði í hana lífi þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. 16. júlí 2012 10:05