"Ég er bara ánægður að hafa komið einhverjum til bjargar" Boði Logason skrifar 16. júlí 2012 13:01 Kristján Ingi Kristjánsson, starfar sem lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hefur því lært skyndihjálp. mynd/úr einkasafni „Auðvitað er það góð tilfinning þegar maður hefur komið einhverjum til bjargar - það er ekki spurning," segir Kristján Ingi Kristjánsson, sem bjargaði konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Bryndís Vilbergsdóttir, systir konunnar, lýsti eftir bjargvættinum á Facebook á dögunum og einnig á Vísi í morgun. Félagar Kristjáns sáu fréttina á Vísi og létu hann vita að verið væri að leita að honum og hafði hann samband við Bryndísi í kjölfarið. „Ég var með fjölskylduna í sunnudagsbíltúr og ætlaði í heimsókn í sumarbústað þarna á svæðinu þegar ég sá mann þarna draga konu úr farþegasætinu út á stétt. Konan var greinilega búin að missa meðvitund en andaði. Svo stuttu síðar blánaði hún og hætti að anda og þegar ég fann engan púls þá hóf ég hjartahnoð og blástur," segir Kristján Ingi. Sjúkraflutningamenn komu svo á vettvang um tíu mínútum síðar og hélt Kristján áfram að hnoða í stutta stund eftir að þeir komu. Konan var svo flutt á gjörgæslu með sjúkrabíl. Hún hefur verið útskrifuð þaðan og er nú sem stendur á hjartadeild þar sem hún hefur náð ótrúlegum árangri. Kristján Ingi starfar sem lögreglumaður og lærði skyndihjálp í lögregluskólanum fyrir um tuttugu árum. Hann segist þó hafa sótt endurmenntunarnámskeið á undanförnum árum þar sem skyndihjálpin er rifjuð upp. Hann segir það undir fjölskyldunni komið hvort að þau hittist en hann hefur einungis rætt við fjölskylduna í gegnum síma í morgun. „Ég veit hvaða fólk þetta er núna og það er undir þeim komið hvað þau vilja gera. Ég er bara ánægður að hafa komið einhverjum til bjargar," segir hann. Og hann vill hvetja fólk til þess að sækja skyndihjálparnámskeið. „Ég hvet fólk til þess að sækja námskeið í skyndihjálp. Maður þarf kannski að beita þessu oft en ef maður þarf þess þarf maður að kunna réttu handtökin," segir hann að lokum. Tengdar fréttir Hnoðaði lífi í ókunnuga konu á bílaplani "Við viljum hafa uppi á honum til þess að geta þakkað honum fyrir,“ segir Bryndís Vilbergsdóttir, systir konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Maður sem átti leið um bensínstöðina hnoðaði í hana lífi þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. 16. júlí 2012 10:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Auðvitað er það góð tilfinning þegar maður hefur komið einhverjum til bjargar - það er ekki spurning," segir Kristján Ingi Kristjánsson, sem bjargaði konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Bryndís Vilbergsdóttir, systir konunnar, lýsti eftir bjargvættinum á Facebook á dögunum og einnig á Vísi í morgun. Félagar Kristjáns sáu fréttina á Vísi og létu hann vita að verið væri að leita að honum og hafði hann samband við Bryndísi í kjölfarið. „Ég var með fjölskylduna í sunnudagsbíltúr og ætlaði í heimsókn í sumarbústað þarna á svæðinu þegar ég sá mann þarna draga konu úr farþegasætinu út á stétt. Konan var greinilega búin að missa meðvitund en andaði. Svo stuttu síðar blánaði hún og hætti að anda og þegar ég fann engan púls þá hóf ég hjartahnoð og blástur," segir Kristján Ingi. Sjúkraflutningamenn komu svo á vettvang um tíu mínútum síðar og hélt Kristján áfram að hnoða í stutta stund eftir að þeir komu. Konan var svo flutt á gjörgæslu með sjúkrabíl. Hún hefur verið útskrifuð þaðan og er nú sem stendur á hjartadeild þar sem hún hefur náð ótrúlegum árangri. Kristján Ingi starfar sem lögreglumaður og lærði skyndihjálp í lögregluskólanum fyrir um tuttugu árum. Hann segist þó hafa sótt endurmenntunarnámskeið á undanförnum árum þar sem skyndihjálpin er rifjuð upp. Hann segir það undir fjölskyldunni komið hvort að þau hittist en hann hefur einungis rætt við fjölskylduna í gegnum síma í morgun. „Ég veit hvaða fólk þetta er núna og það er undir þeim komið hvað þau vilja gera. Ég er bara ánægður að hafa komið einhverjum til bjargar," segir hann. Og hann vill hvetja fólk til þess að sækja skyndihjálparnámskeið. „Ég hvet fólk til þess að sækja námskeið í skyndihjálp. Maður þarf kannski að beita þessu oft en ef maður þarf þess þarf maður að kunna réttu handtökin," segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Hnoðaði lífi í ókunnuga konu á bílaplani "Við viljum hafa uppi á honum til þess að geta þakkað honum fyrir,“ segir Bryndís Vilbergsdóttir, systir konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Maður sem átti leið um bensínstöðina hnoðaði í hana lífi þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. 16. júlí 2012 10:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Hnoðaði lífi í ókunnuga konu á bílaplani "Við viljum hafa uppi á honum til þess að geta þakkað honum fyrir,“ segir Bryndís Vilbergsdóttir, systir konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Maður sem átti leið um bensínstöðina hnoðaði í hana lífi þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. 16. júlí 2012 10:05
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði