Erlent

Drengur skaut óvart föður sinn til bana

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Þriggja ára drengur í Bandaríkjunum skaut föður sinn til bana eftir að hafa komist í byssu sem var á heimilinu.

Það var á föstudagskvöldið sem að fjölskyldufaðirinn Michael A Bayless þrjátíu og þriggja ár gamall karlmaður sat og horfði á sjónvarpið með tveimur börnum sínum á heimili sínu í bænum Salem í Indíana-ríki. Þriðja barn hans, 3 ára drengur, hafði hins vegar lítinn áhuga á sjónvarpinu og vildi þess í stað leika sér. Drengum tókst að ná í skammbyssu föður síns sem var hlaðin. Þegar hann tók að handleika byssuna hljóp skot af. Það lenti í föður hans sem lést nær samstundis.

Lögreglan rannsakar málið en segir það fyrst og fremst sorlegt og greinilegt að mistök hafi verið gerð þegar hlaðin byssa var skilin eftir í færi við barnið.

Nágrannar og vinir fjölskyldunnar eru slegnir.

"Þetta var mikið áfall. Þetta er svo gott fólk. Þetta var bara góð fjölskylda," segir Bill Smith, nágranni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×