Innlent

Íhuga að endurskoða reglur ÍSÍ um Íþróttamann ársins

Annie Mist
Annie Mist
Sigurður Elvar Þórólfsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um afrek Annie Mist Þórisdóttir  en hún tryggði sér sigur á Crossfit-leikum Reebok í gær, annað árið í röð.

Sigurður var spurður út í skoðun sína á því að ekki sé mögulegt fyrir Annie að vera valin íþróttamaður ársins.

„Annie er mikil afrekskona og við viljum ekki gera lítið úr hennar afrekum, en reglugerðin er svona. Og á meðan Crossfit er ekki í ÍSÍ - ekki viðurkennd sem íþrótt á alþjóðlegan mælikvarða - þá einfaldlega verður þetta að vera svona."

Þá segir Sigurður að hann skilji áhuga fólks á afrekum Annie Mist. Því þurfi möguleg að endurskoða reglunar.

„Kannski þurfum við að snúa aftur til fyrri reglna, þegar íþróttmaður þurfti ekki að vera aðili að ÍSÍ. Við erum þó enn með þessar reglur í gangi."

Sigurður bendir síðan á að Crossfit sé ung íþróttagrein og mörkin milli íþróttaforms eða íþróttakeppni séu enn óljós.

„Þetta er ung og skemmtileg íþróttagrein sem enn á eftir að sanna sig og búa til hefð."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×