Erlent

Öflugir skýstrókar í Póllandi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Að minnsta kosti einn lét lífið og tíu slösuðust þegar öflugir skýstrókar gengu yfir norðvesturhluta Póllands í gær. Yfir hundrað hús eyðilögðust.

Það má segja að íbúar í norðvesturhluta Póllands hafi vaknað upp við vondan draum í gær þegar skýstrókarnir gengur yfir svæðið enda eru þeir ekki vanir slíkum veðurfyrirbærum.

Ég var sofandi fremst í húsinu þegar ég vaknaði við eitthvað suð. Ég vissi ekki hvað var að gerast. Ég leit út og sá trjágreinar út um allt. Svo komu ægilegir skruðningar. Þetta stóð í fjórar eða fimm mínútur. Þegar þessu slotaði leit ég í kringum mig og sá að garðurinn var þakinn föllnum trjám sem höfðu vaxið í nágrenninu, og girðingin var fallin. Garður nágrannans var alveg í rúst," sagði Stara Rzeka, íbúi á svæðinu.

Yfir 400 hektara skóglendi í Bory Tucholskie þjóðgarðinum varð skýstrókunum að bráð og þá eyðilögðust að minnsta kosti hundrað hús í nálægum þorpum. Tíu slösuðust og einn lét lífið.

Maðurinn var að leggja vatnsleiðslu. Hann reyndi að forða sér undan skýstróknum og hljóp meðfram húsinu. Vindurinn var svo sterkur að húsið féll á hann. Hann lést samstundis," segir Mieczyslaw Trolop, slökkviliðsmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×