Fleiri fréttir

Þyrla sækir ökklabrotna konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir hádegi í dag að eftir að pólks ferðakona ökklabrotnaði fyrir ofan Glym í Hvalfirði. Þar sem erfitt var fyrir björgunarsveitarfólk að komast að staðnum var óskað eftir þyrlu.

Íslenskt fyrirtæki blómstrar

Íslenska tímaskráningar- og áætlunargerðarkerfið Tempo frá TM Software er nú orðið söluhæsta viðbótin á sölutorgi ástralska upplýsingafyrirtækisins Atlassian, en sölutorgið er með stærri markaðstorgum fyrir viðskipti á fyrirtækjalausnum. Tempo er starfseining innan TM Software sem er dótturfélag Nýherja.

Fangarnir brosa hringinn þegar þeir ná fyrsta prófinu

Ásókn fanga í nám eykst ár frá ári. Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litlahrauni, segir það mjög jákvætt enda er hún á þeirri skoðun að "ekki sé til betri leið til betrunar og betra lífs heldur en að ljúka námi."

Rannsóknir á kalkþörungum hefjast á Ísafirði

Rannsóknir á kalkþörungasetlögum í Ísafjarðardjúpi munu hefjast í næsta mánuði. Ef allt gengur að óskum og rannsóknirnar reynast jákvæðar sjá menn fram á að verksmiðja geti risið á norðanverðum Vestfjörðum innan fimm ára. Þar með skapast 25-35 föst störf.

Annie Mist í gírnum

Annie Mist Þórisdóttir er komin á skrið á heimsmeistaramótinu Reebok CrossFit Games. Nú eru fjórar greinar eftir og hún er í fyrsta sæti með 46 stiga forystu.

Réði niðurlögum eldsvoða með handslökkvitæki

Snör handtök heimilisföður á Reyðarfirði í morgun skiptu sköpum þegar eldur kom upp í íbúðarhúsnæði. Þrír voru inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Fimmtán manna slökkvilið var sent af stað en þegar það kom á svæðið, um 7 mínútum eftir útkallið, hafði húsráðandi slökkt eldinn með handslökkvitæki.

Fjórar stórar borgir rýmdar

Á þriðja hundrað þúsund Japana flýja nú heimili sín vegna flóðahættu. Að minnsta kosti 20 manns hafa látið lífið í flóðum þar um helgina.

Vísa ásökunum um þungavopn á bug

Stjórnvöld í Sýrlandi vísa á bug fullyrðingum sendinefndar Sameinuðu þjóðanna um að stjórnarherinn hafi notað þungavopn þegar hann gerði innrás í bæinn Tremseh í Hama héraði á fimmtudag. Talið er að tvö hundruð almennir borgarar hafi látið lífið í árásinni. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna heimsótti þorpið í gær en fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina.

Fyrsti skipsfarmurinn frá Bandaríkjunum til Kúbu

Fimmtíu ára viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu lauk á föstudaginn var þegar skipið Ana Cecilia sigldi til eyjarinnar með skipsfarm af hjálpargögnum. Frá þessu er sagt á Al Jazeera.

Rasandi hissa yfir ummælum Ögmundar

Illugi Jökulsson krefst skýringa á ummælum sem höfð voru eftir Ögmundi Jónassyni á dv.is í gær. Við samsæti til heiðurs Karli Sigurbjörnssyni, fráfarandi biskupi, á Ögmundur að hafa sagt að undanfarið hefðu "árásargjarnir menn vegið grimmilega að kirkjunni og rofið samstöðu kirkju og þjóðar."

Öryggismál fyrir ólympíuleikana í ólestri

Landaverðir á Heathrow flugvelli í London hafa verið ásakaðir um að hleypa einstaklingum sem tengdir eru við hryðjuverkaógn inn í landið nú þegar styttist í Ólympíuleikana.

Vill bændur á YouTube

Borgarbúar hvarvetna í heiminum þekkja oft lítið sem ekkert til landbúnaðarframleiðslu. Þeir skilja því oft ekki sjónarmið bænda. Kanadískur prófessor við háskólann í Colorado er með lausnina við þessum vanda. Hann ráðleggur bændum að nota YouTube til að kynna sjálfa sig og framleiðslu sína.

Obama skýtur enn að Romney

Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt uppteknum hætti gærkvöldi þegar hann gagnrýndi störf Mitt Romney, forsetaframbjóðanda repúblikana, á kosningafundi í Virginíu-fylki. Obama, sem lét ekki úrhellisrigningu á sig fá og stóð gegnvotur í pontu, sagði að að fólk vildi ekki fá sérfræðing í útvistun starfa í Hvíta húsið, heldur einhvern sem gæti fjölgað störfum og fengið fyrirtækin til að auka starfsemi að nýju heima fyrir. Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi hefur harðnað mikið að undanförnu, sérstaklega í fylkjum eins og Virginíu þar sem mjótt er á munum. Obama hefur eytt nokkru púðri í að stilla Romney upp sem fram efnaðum bankamanni með forréttindabakgrunn sem sé úr tengslum við almenna kjósendur.

Líkamsárás í Vestmannaeyjum

Karlmaður á tvítugsaldri var fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum snemma í morgun eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistað. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður að sögn lögreglu. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn vegna málsins. Hann flúði af vettvangi en lögregla gómaði hann stuttu síðar. Hann verður yfirheyrður síðar í dag.

Í fótspor frumbyggja í dag

Gestum í Viðey verður í dag boðið að setja sig í fótspor frumbyggja. Skátarnir í Landnemum kenna áhugasömum að reisa skýli, kveikja eld og ýmislegt annað sem nauðsynlegt er fyrir frumbyggja að kunna skil á. Þá verður einnig efnt til fjársjóðsleitar í formi ratleiks og flugdrekaeigendum stefnt saman með það að markmiði að slá Íslandsmet í flugdrekaflugi sem sett var í Viðey fyrir tveimur árum. Dagskráin hefst klukkan hálf þrjú og lýkur hálf fimm.

Dælubílar tvisvar í útkall

Dælubílar slökkviliðsins voru tvisvar kallaðir út í nótt. Annars vegar barst brunaboð frá Landspítalanum í nótt en þar reyndist engin hætta vera á ferðum. Hins vegar gleymdist pottur á eldavél að Funahöfða í Árbæ, slökkviliðið kom á svæðið og reykræsti húsnæðið. Þar fyrir utan var talsverður erill í sjúkraflutningum en alls voru sjúkraflutningamenn kallaðir út 35 sinnum sem er nokkuð yfir meðallagi samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Annie Mist komin í fyrsta sæti

Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramótinu Reebok CrossFit Games. Síðasti dagur mótsins fer fram í dag. Síðan á miðvikudag hafa keppendur tekið þátt í ýmsum þrautum og framan af gekk Annie ekki sérlega vel. Á föstudaginn og í gær náði aftur á móti hún góðum sprettum, skaut sér upp stigatöfluna og upp í fyrsta sæti.

Réðst á mann í Bankastræti

Maður var handtekinn í Bankastræt um hálffjögurleytið i nótt, grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu. Árásarþola ekið á slysadeild til aðhlynningar. Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu um það hvort sá hafi verið alvarlega slasaður.

Um 5000 manns hrakist frá heimilum sínum

Tuttugu og tveir hafa farist og yfir 5000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum í borginni Yame í suðvesturhluta Japan vegna úrhellisrigningar og flóða. Aurflóð og fallin tré hafa lokað flestum vegum á svæðinu, en þar hefur stanslaust ringt frá því á miðvikudag. Á myndum sem voru sýndar af svæðinu í morgun sjást hermenn færa fólki nauðsynjar á borð við mat, vatn og drykk í herþyrlur á svæði þar sem fólkið dvelur nú. Yfirvöld hafa sent þangað björgunarþyrlur til þess að flytja veikt folk og aldraða af svæðinu.

Handtekinn ölvaður um hánótt í Sæbjörginni

Þrír menn voru handteknir um borð í erlendu skipi við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn um þrjúleytið í nótt. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að reyna að komast til Ameríku. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu og mál þeirra verður rannsakað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir reyna að koma sér úr landi með þessum hætti. Þá var maður handtekinn um borð í Sæbjörginni, skipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, um fjögurleytið í nótt. Maðurinn, sem er erlendur, gat illa skýrt veru sína þar og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Tónlistin tók yfir fyrir tilviljun

Lögin Sumargestur og Leyndarmál hafa ómað í eyrum Íslendinga í sumar. Það er tvítugur tónlistarmaður sem á heiðurinn af þeim, Ásgeir Trausti Einarsson . Hann sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá því hvernig skipuleg áætlun um að sópa til sín Íslandsmeistaratitlum í kraftlyftingum fuðraði upp eftir að hann var hvattur til dáða á tónlistarsviðinu.

Stallone birti myndir á Facebook skömmu fyrir andlát sitt

Vangaveltur eru nú uppi um það hvort Sage Moonblood Stallone, sonur Sylvesters Stallone leikara, kunni að hafa legið látinn í íbúð sinni í marga daga áður en lík hans fannst. Líkið fannst á heimili hans í Hollywood í gær og er talið að hann hafi látist af ofneyslu lyfja. Samkvæmt frásögn slúðurfréttamiðilsins People hafnar lögmaður Sages og bernskuvinur, George Braunstein, því með öllu. Hann bendir á að myndir af Sage hafi verið birtar á Facebook einungis 17 klukkustundum áður en hann fannst látinn.

Fyrsta póló æfing landsins

Hið íslenska póló félag hélt sína fyrstu formlegu æfingu í dag í reiðhöll í Mosfellsbænum. Íþróttin hefur aldrei verið leikin hér á landi áður svo vitað sé en stofnandi þess óttast ekki að hún verði einungis fyrir ríka og fína fólkið.

Bastilludagurinn í myndum

Þjóðhátíðardagur Frakka var haldinn hátíðlegur í dag. Hann nefnist í daglegu tali Bastilludagurinn en þá minnast Frakkar árásarinnar á bastilluna þann 14. júlí árið 1989. Sá atburður markaði upphaf Frönsku byltingarinnar.

Kemur til greina að banna munntóbak

Velferðarráðherra hefur áhyggjur af aukinni munntóbaksnotkun og íhugar að skattleggja það hátt eða hreinlega banna það. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Banaslys á Norðurlandi

Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar bifreið hans hafnaði utan vegar á Vatnsskarði í dag. Maðurinn var einn í bifreiðinni og á leið eftir þjóðvegi eitt. Ekki er vitað hvernig slysið atvikaðist en bifreiðin valt ekki á leið sinni út af veginum.

Erlendur ferðamaður lést í Þjórsárdal

Erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður látinn eftir að tilkynnt var um alvarleg veikindi hans í sundlauginni í Þjórsárdal. Tilkynningin barst um tvö leytið og kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þyrla var send af stað en fljótlega kom í ljós að hennar var ekki þörf þar sem maðurinn var úrskurðaður látinn.

Fluttur á Landspítalann vegna verkja við hjartað

Írskur ferðamaður sem fékk fyrir hjartað við Jökulsárlón á fimmta tímanum í dag var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Hann lenti við Landspítalann um átta leytið í kvöld. Ekki er vitað hvað nákvæmlega olli aðsvifunum en ekki er talið að hann sé í lífshættu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var líðan hans stöðug í fluginu.

Laugavegshlaupinu er lokið

Sextánda Laugavegshlaupinu lauk rétt fyrir sjö leytið í kvöld. 301 hlaupari var ræstur í morgun og 289 hlauparar luku hlaupinu sem er 55 kílómetra langt. Allir hlauparar voru ánægðir með að ekki var eins heitt í veðri og búið var að spá.

Fornar beinagrindur í miðri Mexíkóborg

Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið fimmtán beinagrindur í grafreit sem talinn er vera frá tímum Asteka. Grafreiturinn fannst á byggingarsvæði í miðri Mexíkóborg.

Mótmælin harðna á Spáni

Spænska óeirðalögreglan beitti í nótt táragasi gegn mótmælendum sem hafa gengið um götur höfuðborgarinnar í landinu síðasta sólarhringinn og krafið þarlend stjórnvöld um að falla frá niðurskurðaráætlunum.

Hillary Clinton styður Mohammed Mursi

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með nýkjörnum forseta Egyptalands, Mohammed Mursi, í dag. Eftir fundinn ítrekar hún að Bandaríkin styðji algera skiptingu yfir í lýðræði í landinu.

Stefnir í metsumar í hvalaskoðun

Það stefnir í metsumar í ár hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu sem gerir út frá Reykjavíkurhöfn. Sé bara horft á sumarið er útlit fyrir 20% aukningu frá því í fyrra. Sé veturinn tekinn með í reikninginn blasir við 40-50% aukning en veturinn var sérlega góður í ár.

Ralph Lauren: Ólympíubúningurinn verður saumaður heima

Fatahönnuðurinn Ralph Lauren hefur lofað að bandarískir ólympíufarar verði í fötum sem saumuð eru í Bandaríkjunum á næsta ári eftir að kom á daginn að föt íþróttamannanna í ár eru í raun saumuð í Kína.

Umferðarslys við Blönduós

Umferðarslys varð í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er slysið talið alvarlegt en einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Íslenski tuktuk-inn klikkaði á fyrsta degi

Íslenski tuktuk-inn sem þakinn er auglýsingum frá Nova gafst upp í brekkunni á neðsta hluta Hverfisgötu á fyrsta deginum sem hann eyðir á götum borgarinnar.

Stúlkan sem varð undir heyböggum er látin

Danska stúlkan sem slasaðist illa þegar stórir heybaggar, fjögur hundruð kíló að þyngd, hrundu yfir hana og systur hennar á bóndabæ á Jótlandi á fimmtudag er látin. Stúlkan, sem var sex ára, var stödd í hesthúsi ásamt systrum sínum tveim þegar slysið átti sér. Hinar stúlkurnar voru níu og þrettán ára en þær voru úrskurðaðar látnar skömmu eftir slysið.

Flóð valda spjöllum og manntjóni

Um fjögur hundruð þúsund íbúar á eyjunni Kyushu í Japan hafa þurft að yfirgefa hemili sín vegna mikilla flóða. Að minnsta kosti tuttugu hafa látið lífið og níu er saknað. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu daga og hafa aurskriður og flóð valdið miklum skemmdum á mannvirkjum.

Ungar knattspyrnustúlkur á keppnisskóm

Um helgina reimar yngsta kynslóð knattspyrnukvenna á sig takkaskóna og reynir mátt sinn og meginn á fótboltavellinum. Símamótið fer fram í Kópavogi en þar etja 5., 6. og 7. flokkur kvenna kappi. Mótið hófst með skrúðgöngu á fimmtudag en keppni hófst í gær. Mótsslit verða síðdegis á morgun.

Sól og partí á Eistnaflugi

Um þrettán hundruð manns eru nú saman komnir á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi á Neskaupstað að mati lögreglu. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir framúrskarandi stemningu á svæðinu og veðrið með eindæmum gott. "Hér er sól og partí,“ segir hann.

Sjá næstu 50 fréttir