Innlent

Útköll vegna elds í rusli og bílabruna

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Langholtsskóla í gærkvöldi til að slökkva í rusli, sem logaði það í útigrilli, sem er í trjálundi skammt frá skólanum.

Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið á skömmum tíma, sem slökkviliðið er kallað til að slökkva í rusli, sem safnað hefur verið á grillið og leikur grunur á að sömu aðillar eigi í hlut.

Þá var slökkviliðið kallað að húsi við Nýbýlaveg í Kópavogi í nótt, þar sem bíll stóð í björtu báli. Minnstu munaði að eldurinn læsti sig í nálægan bíl, en slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir það. Bíllinn, sem kviknaði í, er talinn ónýtur og eru eldsupptök ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×