Fleiri fréttir Hafís kemur í veg fyrir loðnuleit Hafís kemur í veg fyrir að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson geti leitað að loðnu á stóru svæði út af Vestfjörðum. Miklar vonir eru bundnar við árangur af leitinni, því ekki hefur enn verið gefinn út neinn byrjunarkvóti fyrir vertíðina. Veðurstofan og Landhelgisgæslan sendu í gærkvköldi út tilkynningu þar sem segir að gera megi ráð fyrir að ísinn fari að verða varasamur á siglingaleiðinni frá Barða og norður á Straumnes, og að hún geti jafnvel lokast á næstu dögum. 8.1.2010 08:54 Gylfi: Best væri að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ef sá kostur væri í boði að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni , myndi ég velja hann.“ Þetta er haft eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra í grein í breska blaðinu Independent í dag. „Ef slík lausn fyndist, sem væri ásættanleg fyrir alla aðila held ég að allir yrðu glaðir með að sjá fyrir endan á þessu máli,“ segir Gylfi en bætir við að slík lausn gæti ekki falið í sér ríkisábyrgð af neinu tagi þar sem það myndi kalla á nýtt lagafrumvarp. 8.1.2010 08:27 Þrjú innbrot í Reykjavík Þrjú innbrot voru framin í Reykjavík í nótt. Fyrst var brotist inn í bíl við Kringlubíó rétt eftir miðnætti og þaðan stolið veski. Þá var brotist inn í fyrirtæki við Sléttuveg laust eftir miðnætti. Vitni sáu þrjá pilta hlaupa af vettvangi eftir að öryggiskerfi fór í gang. 8.1.2010 07:20 Fjórir handteknir í Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum upprætti fíkniefnasamkvæmi í Keflavík í nótt og handtók fjóra menn. Lögregla kom fólkinu að óvörum þannig að því gafst ekki ráðrúm til að koma neinu undan. Við leit í húsnæðinu fundust 20 grömm af hassi, 60 grömm af marijuana og 30 grömm af hvítu efni, annaðhvort anfetamíni eða kókaíni. Fólkinu var sleppt að yfirheyrslum loknum. 8.1.2010 07:19 Fylgi Vinstri grænna eykst um fjórðung Stuðningur við Vinstri græn eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi við Samfylkinguna minnkar, en stjórnarflokkarnir myndu halda meirihluta yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við útkomuna í könnuninni. 8.1.2010 06:15 Forsætisráðherra hissa á viðsnúningi stjórnarandstöðu um þjóðaratkvæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að mikið þurfi að koma til til þess að þjóðin sé svipt þeim rétti sem synjun forsetans á lögum um Icesave hafi fært henni. Stjórnvöld hafi þær skyldur í þeirri stöðu sem upp er komin að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. 8.1.2010 06:00 Stjórnin heldur meirihluta Stjórnarflokkarnir mælast með stuðning samtals 53,2 kjósenda samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Vinstri græn bæta við sig rúmum fjórðungi og tveimur þingmönnum, en fylgi við Samfylkinguna dregst saman og flokkurinn myndi missa tvo þingmenn samkvæmt könnuninni. 8.1.2010 05:45 Framkvæma fyrir milljarð án lántöku „Þetta eru meðvitaðar aðgerðir til þess að reyna að halda uppi atvinnustiginu,“ segir Kristján Haraldsson, orkubústjóri í Orkubúi Vestfjarða, sem hyggur á framkvæmdir fyrir um eitt þúsund milljónir króna. 8.1.2010 05:30 Lítill skaði ef þjóðin samþykkir Stjórnmál Verði hægt að gera fólki grein fyrir þeim kostum sem raunhæfir eru í atkvæðagreiðslu um lög um ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda þá kveðst Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra nokkuð bjartsýnn á að lögin verði samþykkt. Þetta kom fram á símafundi sem Íslensk-ameríska verslunarráðið stóð fyrir með ráðherranum og sérfræðingum á fjármálamarkaði laust fyrir hádegi að staðartíma í Bandaríkjunum í gær. 8.1.2010 05:30 Kaupa stórhýsi fyrir sendiráð Kínverska sendiráðið hefur fest kaup á stórhýsi á Skúlagötu 51 og hyggst flytja þangað starfsemi sína. Um er að ræða 4.182 fermetra nýbyggingu beint neðan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Það var félagið 2007 ehf. sem seldi Kínverjum húsið í desember. 8.1.2010 05:15 Stefnt á að ljúka málinu í dag Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta verður tekið til meðferðar á Alþingi í dag. Málið verður lagt fram á þingfundi, sem hefst klukkan hálf ellefu, og er stefnt að því að lögfesta það áður en dagur er að kveldi kominn. 8.1.2010 05:00 Ekki hægt að afgreiða lán til Íslands „Fréttir síðustu daga frá Íslandi,“ segir sænski þingmaðurinn Carl B. Hamilton á bloggi sínu, „gera það að verkum að Svíþjóð getur ekki greitt nein lán til Íslands.“ 8.1.2010 04:45 Sala píputóbaks jókst um 40% Rúmlega sex prósenta samdráttur var í sígarettusölu á síðasta ári miðað við árið á undan. Rúmlega ein og hálf milljón kartona af sígarettum var seld á síðasta ári, um hundrað þúsund færri en 2008. Tíu pakkar eru í kartoni og tuttugu sígarettur í pakka. Sígarettusala jókst örlítið milli áranna 2007 og 2008. 8.1.2010 04:30 Sagðir skýla óstjórn með bankahruni Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði segja meirihluta Samfylkingarinnar hafa stundað glannalega fjármálastjórn og það sjáist glögglega í fjárhagsáætlun næsta árs. 8.1.2010 04:30 Ein vika er langur tími í pólitíkinni Nokkrir þingmenn sem studdu tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð Icesave fyrir viku hafa nú lýst yfir andstöðu við að slík atkvæðagreiðsla fari fram 8.1.2010 04:30 Reynt að blása í glæðurnar Ríkisstjórn Baracks Obama í Bandaríkjunum býr sig nú undir eina tilraunina enn til þess að koma friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna af stað. 8.1.2010 04:30 Hluthafar tapa milljörðum Framhjáhald bandaríska kylfingsins Tigers Woods hefur skilið meira eftir sig en tætta fjölskyldu og í kringum tug hjákvenna. Nýleg könnun sem birt var í Bandaríkjunum í síðustu viku bendir til að hluthafar átta fyrirtækja sem gert höfðu auglýsingasamning við snillinginn með kylfuna hafa tapað samtals tólf milljörðum dala, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna, á gengisfalli hlutabréfa í fyrirtækjum sem honum tengdust. 8.1.2010 04:30 „Skrítið að segja lögin ómerk“ Ólafur Ragnar Grímsson er þeirrar skoðunar, sem fyrr, að felli þjóðin ný lög um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verði eldri lög um ríkisábyrgð, sem samþykkt voru í lok ágúst, eftir sem áður í gildi. Um þetta ríkir þó óvissa þar sem ríkisábyrgðin sem lögin fjalla um er háð því að viðsemjendur Íslands, Bretar og Hollendingar, viðurkenni þá fyrirvara sem þar eru tilgreindir. Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar HÍ, hefur bent á að lögin taki gildi en ríkisábyrgðin verði hins vegar ekki virk nema viðsemjendur fallist á fyrirvarana. 8.1.2010 04:30 Rétt að fara á byrjunarreit Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, sagði í samtali við RÚV í gær að of mikill þrýstingur hafi verið settur á Íslendinga í Icesave-málinu. Hennar skoðun er sú að ekkert liggi á í málinu, enda sé verið að fjalla um samkomulag sem eigi að gilda til ársins 2024, og fara eigi aftur á byrjunarreit með samningana. 8.1.2010 04:15 Telur ákvörðun sína styrkja stöðu Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur áhrif ákvörðunar hans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar hafa verið minni en hann átti von á. Bæði ætti það við um viðbrögð stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi og fjármálaheimsins. Hann segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hefur tekið en hún hefur að hans mati styrkt stöðu Íslands í deilunni. 8.1.2010 04:15 Ígildi vantrauststillögu Tveir fyrrverandi ráðherrar Verkamannaflokksins í Bretlandi vilja að skorið verði úr um hversu mikils fylgis Gordon Brown forsætisráðherra nýtur í raun innan flokksins. 8.1.2010 04:15 Ísland að yfirgefa umheiminn? Neitun forseta Íslands við að staðfesta Icesave-lögin er tilræði við fulltrúalýðræði á Íslandi og yfirlýsing um að Ísland ætli sér að yfirgefa umheiminn, segir Uffe Ellemann-Jensen, sem lengi var utanríkisráðherra Dana og formaður Venstre. Hann skrifar á vef Berlingske Tidende í gær að veruleikaskynið virðist hafa yfirgefið Íslendinga. „Þetta segi ég, sem hef lengi verið Íslandsvinur. Ímyndið ykkur þá hvernig aðrir upplifa þessar aðstæður.“ 8.1.2010 04:00 Samstarfsmaður smyglara inn Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í vikunni meintan samstarfsmann rúmensks manns, sem tekinn var með hálft kíló af kókaíni við komuna hingað til lands 4. desember. 8.1.2010 04:00 Vill heilbrigðislög sem fyrst Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur hart að flokksfélögum sínum bæði í öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings að samþykkja sem allra fyrst endanlega útgáfu heilbrigðisfrumvarpsins, sem báðar deildirnar samþykktu hvor í sínu lagi fyrir jól. 8.1.2010 04:00 Obama: Mistökin að lokum mín Barack Obama, Bandaríkaforseti, segir að bandarískum yfirvöldum hafi mistekist að vinna úr upplýsingum sem þau bjuggu yfir áður en nígerískur hryðjuverkamaður reyndi um jólin að sprengja flugvél á leið til Bandaríkjanna. Farið verði yfir verklag en mistökin væru á endanum á hans ábyrgð. Forsetinn hefur áður gagnrýnt njósnastofnanir Bandaríkjanna harðlega vegna málsins. 7.1.2010 23:44 Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7.1.2010 21:51 Ögrar Brown í máli Íslands Á vef breska dagblaðsins Daily Mail er David Miliband, utanríkisráðherra, sagður ögra og bjóða Gordon Brown, forsætisráðherra, birginn með því að segja að Bretar styðji umsókn Íslands að Evrópusambandinu þrátt fyrir Icesave deiluna. 7.1.2010 22:05 Joly gagnrýnir Hollendinga Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir að það sé hneyksli að Hollendingar hafi reynt að fría sig ábyrgð í Icesave málinu. Hlutverk hollenskra yfirvalda hafi verið að fylgjast með því hvort að eftirlitsaðilar á Ísland væru að vinna vinnuna sína. Það hafi Hollendingar ekki gert. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist við Joly á vef hollenska blaðsins NRC Handelsblad. 7.1.2010 22:39 Varaformaðurinn rekinn af Mogganum „Mér finnst ástæðurnar sem eru nefndar fyrir uppsögninni vera mjög ótrúverðugar þar sem vísað er í skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir frá því í september. Síðan þá hefur ýmislegt breyst og fjölmargir blaðamenn látið af störfum og nýir komið inn. Mér finnst því hæpið að vísa í nokkurra mánaða gamlar hagræðingaraðgerðir nú um áramótin,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, varaformaður Blaðamannafélagins, en henni var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu í síðustu viku. Hún hefur verið í fæðingarorlofi og átti að hefja störf að nýju síðastliðinn mánudag. 7.1.2010 20:43 Femínstar krefjast að erótískum vef verði lokað Femínistafélag Íslands krefst þess að íslenskum erótískum samskiptavef verði lokað þar sem ljóst þykir að hann ætli að stuðla að vændi íslenskra kvenna. Þá gagnrýnir félagið harðlega frétt um vefinn sem birtist á Vísi í gær. 7.1.2010 21:22 Þingfundur á morgun Alþingi kemur saman á morgun en þá verður frumvarpi til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu dreift. Rúm viku er síðan að fundum Alþingis var frestað til 26. janúar en vegna ákvörðunar forseta Íslands að staðfesta ekki Icesave lögin og vísa þeim þess í stað til þjóðarinnar koma þingmenn saman að nýju á morgun. 7.1.2010 21:09 Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7.1.2010 20:13 Færri brjóstastækkanir Eftirspurn eftir lýtaaðgerðum hefur dregist saman um næstum fjórðung á síðustu mánuðum. Einkum hefur þeim fækkað sem sækjast eftir fitusogi og brjóstastækkunum. 7.1.2010 19:19 Jóhanna útilokar ekki að skipuð verði ný samninganefnd Forsætisráðherra segist þurfa að sjá mikla samstöðu hjá þingi og þjóð ef setja eigi nýja samninganefnd til að semja aftur við Breta og Hollendinga um Icesave. Hún útilokar ekkert í þeim efnum en segir þó mikilvægt að réttur almennings til að kjósa um málið verði virtur. 7.1.2010 18:49 Á gjörgæslu eftir að vélsleða var ekið á húsvegg Karlmaður slasaðist alvarlega þegar vélsleða var ekið á húsvegg við Funahöfða í dag. Maðurinn er á gjörgæslu en hann hlaut alvarlega áverka á höfði og á kvið. 7.1.2010 18:40 Kjartan ekki kallaður fyrir Rannsóknarnefndina Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. 7.1.2010 18:39 Ráðamenn ræða áfram við forystumenn erlendra ríkja Enn fjölgar í hópi þeirra leiðtoga erlendra ríkja sem íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave lögunum staðfestingar í fyrradag. Íslenskir ráðherrar hafa rætt við 15 erlenda starfsbræður og -systur og veitt vel á þriðja tug viðtala við erlenda fjölmiðla og fréttaveitur. 7.1.2010 18:18 Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7.1.2010 18:07 Ástþór býðst til að semja um Icesave fyrir Ísland Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur ritað fjármálaráðherra tölvubréf og boðið fram krafta sína í Icesave málinu. Hann vill fara fyrir nýrri samninganefnd Íslands og semja upp á nýtt. 7.1.2010 17:37 Hafís nálgast Vestfirði Hafís er nú nálægt Vestfjörðum og næstu daga er útlit fyrir að hann færist nær landi, að fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 7.1.2010 17:21 Tæplega 300 kannabisplöntur fundust við húsleit Lögreglumenn á Selfossi fundu á þriðja hundrað kannabisplöntur við húsleit í íbúðarhúsi í Hveragerði seinnipartinn í gær. Karlmaður sem var í íbúðinni var handtekinn og færður í fangageymslu. 7.1.2010 17:10 Um 3700 ökumenn stöðvaðir Ríflega 3700 ökumenn voru stöðvaðir í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra. 7.1.2010 16:37 Bretar beita sér ekki gegn umsókn um ESB Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Reuters fyrir stundu að David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hafi fullvissað sig um að Bretar myndu ekki beita sér gegn Íslandi og aðildarumsókn þeirra inn í ESB þrátt fyrir harðvítugar deilur um Icesacve. 7.1.2010 16:26 Forsetinn svarar fyrir sig Síaukinn skilningur er á stöðu Íslands, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með fréttamönnum á Bessastöðum í dag. Hann sagði að eftir því sem leið á daginn í gær og í dag hafi skilningur á stöðu Íslands aukist mikið. Honum hafi gefist færi á að skýra afstöðu sína í fjölmörgum fjölmiðlum frá því að hann kynnti ákvörðun sína. 7.1.2010 16:06 Ruslflokkur breytir engu fyrir sveitafélögin „Ég get ekki séð að það breyti neinu í sjálfum sér,“ segir Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitafélaga, um lækkun lánshæfiseinkunnar sem fylgdi í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands um að synja lögum um ríkisábyrgð staðfestingu. 7.1.2010 15:51 Sjá næstu 50 fréttir
Hafís kemur í veg fyrir loðnuleit Hafís kemur í veg fyrir að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson geti leitað að loðnu á stóru svæði út af Vestfjörðum. Miklar vonir eru bundnar við árangur af leitinni, því ekki hefur enn verið gefinn út neinn byrjunarkvóti fyrir vertíðina. Veðurstofan og Landhelgisgæslan sendu í gærkvköldi út tilkynningu þar sem segir að gera megi ráð fyrir að ísinn fari að verða varasamur á siglingaleiðinni frá Barða og norður á Straumnes, og að hún geti jafnvel lokast á næstu dögum. 8.1.2010 08:54
Gylfi: Best væri að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ef sá kostur væri í boði að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni , myndi ég velja hann.“ Þetta er haft eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra í grein í breska blaðinu Independent í dag. „Ef slík lausn fyndist, sem væri ásættanleg fyrir alla aðila held ég að allir yrðu glaðir með að sjá fyrir endan á þessu máli,“ segir Gylfi en bætir við að slík lausn gæti ekki falið í sér ríkisábyrgð af neinu tagi þar sem það myndi kalla á nýtt lagafrumvarp. 8.1.2010 08:27
Þrjú innbrot í Reykjavík Þrjú innbrot voru framin í Reykjavík í nótt. Fyrst var brotist inn í bíl við Kringlubíó rétt eftir miðnætti og þaðan stolið veski. Þá var brotist inn í fyrirtæki við Sléttuveg laust eftir miðnætti. Vitni sáu þrjá pilta hlaupa af vettvangi eftir að öryggiskerfi fór í gang. 8.1.2010 07:20
Fjórir handteknir í Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum upprætti fíkniefnasamkvæmi í Keflavík í nótt og handtók fjóra menn. Lögregla kom fólkinu að óvörum þannig að því gafst ekki ráðrúm til að koma neinu undan. Við leit í húsnæðinu fundust 20 grömm af hassi, 60 grömm af marijuana og 30 grömm af hvítu efni, annaðhvort anfetamíni eða kókaíni. Fólkinu var sleppt að yfirheyrslum loknum. 8.1.2010 07:19
Fylgi Vinstri grænna eykst um fjórðung Stuðningur við Vinstri græn eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi við Samfylkinguna minnkar, en stjórnarflokkarnir myndu halda meirihluta yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við útkomuna í könnuninni. 8.1.2010 06:15
Forsætisráðherra hissa á viðsnúningi stjórnarandstöðu um þjóðaratkvæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að mikið þurfi að koma til til þess að þjóðin sé svipt þeim rétti sem synjun forsetans á lögum um Icesave hafi fært henni. Stjórnvöld hafi þær skyldur í þeirri stöðu sem upp er komin að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. 8.1.2010 06:00
Stjórnin heldur meirihluta Stjórnarflokkarnir mælast með stuðning samtals 53,2 kjósenda samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Vinstri græn bæta við sig rúmum fjórðungi og tveimur þingmönnum, en fylgi við Samfylkinguna dregst saman og flokkurinn myndi missa tvo þingmenn samkvæmt könnuninni. 8.1.2010 05:45
Framkvæma fyrir milljarð án lántöku „Þetta eru meðvitaðar aðgerðir til þess að reyna að halda uppi atvinnustiginu,“ segir Kristján Haraldsson, orkubústjóri í Orkubúi Vestfjarða, sem hyggur á framkvæmdir fyrir um eitt þúsund milljónir króna. 8.1.2010 05:30
Lítill skaði ef þjóðin samþykkir Stjórnmál Verði hægt að gera fólki grein fyrir þeim kostum sem raunhæfir eru í atkvæðagreiðslu um lög um ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda þá kveðst Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra nokkuð bjartsýnn á að lögin verði samþykkt. Þetta kom fram á símafundi sem Íslensk-ameríska verslunarráðið stóð fyrir með ráðherranum og sérfræðingum á fjármálamarkaði laust fyrir hádegi að staðartíma í Bandaríkjunum í gær. 8.1.2010 05:30
Kaupa stórhýsi fyrir sendiráð Kínverska sendiráðið hefur fest kaup á stórhýsi á Skúlagötu 51 og hyggst flytja þangað starfsemi sína. Um er að ræða 4.182 fermetra nýbyggingu beint neðan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Það var félagið 2007 ehf. sem seldi Kínverjum húsið í desember. 8.1.2010 05:15
Stefnt á að ljúka málinu í dag Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta verður tekið til meðferðar á Alþingi í dag. Málið verður lagt fram á þingfundi, sem hefst klukkan hálf ellefu, og er stefnt að því að lögfesta það áður en dagur er að kveldi kominn. 8.1.2010 05:00
Ekki hægt að afgreiða lán til Íslands „Fréttir síðustu daga frá Íslandi,“ segir sænski þingmaðurinn Carl B. Hamilton á bloggi sínu, „gera það að verkum að Svíþjóð getur ekki greitt nein lán til Íslands.“ 8.1.2010 04:45
Sala píputóbaks jókst um 40% Rúmlega sex prósenta samdráttur var í sígarettusölu á síðasta ári miðað við árið á undan. Rúmlega ein og hálf milljón kartona af sígarettum var seld á síðasta ári, um hundrað þúsund færri en 2008. Tíu pakkar eru í kartoni og tuttugu sígarettur í pakka. Sígarettusala jókst örlítið milli áranna 2007 og 2008. 8.1.2010 04:30
Sagðir skýla óstjórn með bankahruni Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði segja meirihluta Samfylkingarinnar hafa stundað glannalega fjármálastjórn og það sjáist glögglega í fjárhagsáætlun næsta árs. 8.1.2010 04:30
Ein vika er langur tími í pólitíkinni Nokkrir þingmenn sem studdu tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð Icesave fyrir viku hafa nú lýst yfir andstöðu við að slík atkvæðagreiðsla fari fram 8.1.2010 04:30
Reynt að blása í glæðurnar Ríkisstjórn Baracks Obama í Bandaríkjunum býr sig nú undir eina tilraunina enn til þess að koma friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna af stað. 8.1.2010 04:30
Hluthafar tapa milljörðum Framhjáhald bandaríska kylfingsins Tigers Woods hefur skilið meira eftir sig en tætta fjölskyldu og í kringum tug hjákvenna. Nýleg könnun sem birt var í Bandaríkjunum í síðustu viku bendir til að hluthafar átta fyrirtækja sem gert höfðu auglýsingasamning við snillinginn með kylfuna hafa tapað samtals tólf milljörðum dala, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna, á gengisfalli hlutabréfa í fyrirtækjum sem honum tengdust. 8.1.2010 04:30
„Skrítið að segja lögin ómerk“ Ólafur Ragnar Grímsson er þeirrar skoðunar, sem fyrr, að felli þjóðin ný lög um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verði eldri lög um ríkisábyrgð, sem samþykkt voru í lok ágúst, eftir sem áður í gildi. Um þetta ríkir þó óvissa þar sem ríkisábyrgðin sem lögin fjalla um er háð því að viðsemjendur Íslands, Bretar og Hollendingar, viðurkenni þá fyrirvara sem þar eru tilgreindir. Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar HÍ, hefur bent á að lögin taki gildi en ríkisábyrgðin verði hins vegar ekki virk nema viðsemjendur fallist á fyrirvarana. 8.1.2010 04:30
Rétt að fara á byrjunarreit Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, sagði í samtali við RÚV í gær að of mikill þrýstingur hafi verið settur á Íslendinga í Icesave-málinu. Hennar skoðun er sú að ekkert liggi á í málinu, enda sé verið að fjalla um samkomulag sem eigi að gilda til ársins 2024, og fara eigi aftur á byrjunarreit með samningana. 8.1.2010 04:15
Telur ákvörðun sína styrkja stöðu Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur áhrif ákvörðunar hans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar hafa verið minni en hann átti von á. Bæði ætti það við um viðbrögð stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi og fjármálaheimsins. Hann segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hefur tekið en hún hefur að hans mati styrkt stöðu Íslands í deilunni. 8.1.2010 04:15
Ígildi vantrauststillögu Tveir fyrrverandi ráðherrar Verkamannaflokksins í Bretlandi vilja að skorið verði úr um hversu mikils fylgis Gordon Brown forsætisráðherra nýtur í raun innan flokksins. 8.1.2010 04:15
Ísland að yfirgefa umheiminn? Neitun forseta Íslands við að staðfesta Icesave-lögin er tilræði við fulltrúalýðræði á Íslandi og yfirlýsing um að Ísland ætli sér að yfirgefa umheiminn, segir Uffe Ellemann-Jensen, sem lengi var utanríkisráðherra Dana og formaður Venstre. Hann skrifar á vef Berlingske Tidende í gær að veruleikaskynið virðist hafa yfirgefið Íslendinga. „Þetta segi ég, sem hef lengi verið Íslandsvinur. Ímyndið ykkur þá hvernig aðrir upplifa þessar aðstæður.“ 8.1.2010 04:00
Samstarfsmaður smyglara inn Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í vikunni meintan samstarfsmann rúmensks manns, sem tekinn var með hálft kíló af kókaíni við komuna hingað til lands 4. desember. 8.1.2010 04:00
Vill heilbrigðislög sem fyrst Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur hart að flokksfélögum sínum bæði í öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings að samþykkja sem allra fyrst endanlega útgáfu heilbrigðisfrumvarpsins, sem báðar deildirnar samþykktu hvor í sínu lagi fyrir jól. 8.1.2010 04:00
Obama: Mistökin að lokum mín Barack Obama, Bandaríkaforseti, segir að bandarískum yfirvöldum hafi mistekist að vinna úr upplýsingum sem þau bjuggu yfir áður en nígerískur hryðjuverkamaður reyndi um jólin að sprengja flugvél á leið til Bandaríkjanna. Farið verði yfir verklag en mistökin væru á endanum á hans ábyrgð. Forsetinn hefur áður gagnrýnt njósnastofnanir Bandaríkjanna harðlega vegna málsins. 7.1.2010 23:44
Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7.1.2010 21:51
Ögrar Brown í máli Íslands Á vef breska dagblaðsins Daily Mail er David Miliband, utanríkisráðherra, sagður ögra og bjóða Gordon Brown, forsætisráðherra, birginn með því að segja að Bretar styðji umsókn Íslands að Evrópusambandinu þrátt fyrir Icesave deiluna. 7.1.2010 22:05
Joly gagnrýnir Hollendinga Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir að það sé hneyksli að Hollendingar hafi reynt að fría sig ábyrgð í Icesave málinu. Hlutverk hollenskra yfirvalda hafi verið að fylgjast með því hvort að eftirlitsaðilar á Ísland væru að vinna vinnuna sína. Það hafi Hollendingar ekki gert. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist við Joly á vef hollenska blaðsins NRC Handelsblad. 7.1.2010 22:39
Varaformaðurinn rekinn af Mogganum „Mér finnst ástæðurnar sem eru nefndar fyrir uppsögninni vera mjög ótrúverðugar þar sem vísað er í skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir frá því í september. Síðan þá hefur ýmislegt breyst og fjölmargir blaðamenn látið af störfum og nýir komið inn. Mér finnst því hæpið að vísa í nokkurra mánaða gamlar hagræðingaraðgerðir nú um áramótin,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, varaformaður Blaðamannafélagins, en henni var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu í síðustu viku. Hún hefur verið í fæðingarorlofi og átti að hefja störf að nýju síðastliðinn mánudag. 7.1.2010 20:43
Femínstar krefjast að erótískum vef verði lokað Femínistafélag Íslands krefst þess að íslenskum erótískum samskiptavef verði lokað þar sem ljóst þykir að hann ætli að stuðla að vændi íslenskra kvenna. Þá gagnrýnir félagið harðlega frétt um vefinn sem birtist á Vísi í gær. 7.1.2010 21:22
Þingfundur á morgun Alþingi kemur saman á morgun en þá verður frumvarpi til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu dreift. Rúm viku er síðan að fundum Alþingis var frestað til 26. janúar en vegna ákvörðunar forseta Íslands að staðfesta ekki Icesave lögin og vísa þeim þess í stað til þjóðarinnar koma þingmenn saman að nýju á morgun. 7.1.2010 21:09
Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7.1.2010 20:13
Færri brjóstastækkanir Eftirspurn eftir lýtaaðgerðum hefur dregist saman um næstum fjórðung á síðustu mánuðum. Einkum hefur þeim fækkað sem sækjast eftir fitusogi og brjóstastækkunum. 7.1.2010 19:19
Jóhanna útilokar ekki að skipuð verði ný samninganefnd Forsætisráðherra segist þurfa að sjá mikla samstöðu hjá þingi og þjóð ef setja eigi nýja samninganefnd til að semja aftur við Breta og Hollendinga um Icesave. Hún útilokar ekkert í þeim efnum en segir þó mikilvægt að réttur almennings til að kjósa um málið verði virtur. 7.1.2010 18:49
Á gjörgæslu eftir að vélsleða var ekið á húsvegg Karlmaður slasaðist alvarlega þegar vélsleða var ekið á húsvegg við Funahöfða í dag. Maðurinn er á gjörgæslu en hann hlaut alvarlega áverka á höfði og á kvið. 7.1.2010 18:40
Kjartan ekki kallaður fyrir Rannsóknarnefndina Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. 7.1.2010 18:39
Ráðamenn ræða áfram við forystumenn erlendra ríkja Enn fjölgar í hópi þeirra leiðtoga erlendra ríkja sem íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave lögunum staðfestingar í fyrradag. Íslenskir ráðherrar hafa rætt við 15 erlenda starfsbræður og -systur og veitt vel á þriðja tug viðtala við erlenda fjölmiðla og fréttaveitur. 7.1.2010 18:18
Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7.1.2010 18:07
Ástþór býðst til að semja um Icesave fyrir Ísland Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur ritað fjármálaráðherra tölvubréf og boðið fram krafta sína í Icesave málinu. Hann vill fara fyrir nýrri samninganefnd Íslands og semja upp á nýtt. 7.1.2010 17:37
Hafís nálgast Vestfirði Hafís er nú nálægt Vestfjörðum og næstu daga er útlit fyrir að hann færist nær landi, að fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 7.1.2010 17:21
Tæplega 300 kannabisplöntur fundust við húsleit Lögreglumenn á Selfossi fundu á þriðja hundrað kannabisplöntur við húsleit í íbúðarhúsi í Hveragerði seinnipartinn í gær. Karlmaður sem var í íbúðinni var handtekinn og færður í fangageymslu. 7.1.2010 17:10
Um 3700 ökumenn stöðvaðir Ríflega 3700 ökumenn voru stöðvaðir í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra. 7.1.2010 16:37
Bretar beita sér ekki gegn umsókn um ESB Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Reuters fyrir stundu að David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hafi fullvissað sig um að Bretar myndu ekki beita sér gegn Íslandi og aðildarumsókn þeirra inn í ESB þrátt fyrir harðvítugar deilur um Icesacve. 7.1.2010 16:26
Forsetinn svarar fyrir sig Síaukinn skilningur er á stöðu Íslands, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með fréttamönnum á Bessastöðum í dag. Hann sagði að eftir því sem leið á daginn í gær og í dag hafi skilningur á stöðu Íslands aukist mikið. Honum hafi gefist færi á að skýra afstöðu sína í fjölmörgum fjölmiðlum frá því að hann kynnti ákvörðun sína. 7.1.2010 16:06
Ruslflokkur breytir engu fyrir sveitafélögin „Ég get ekki séð að það breyti neinu í sjálfum sér,“ segir Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitafélaga, um lækkun lánshæfiseinkunnar sem fylgdi í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands um að synja lögum um ríkisábyrgð staðfestingu. 7.1.2010 15:51