Innlent

Stefnt á að ljúka málinu í dag

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta verður tekið til meðferðar á Alþingi í dag. Málið verður lagt fram á þingfundi, sem hefst klukkan hálf ellefu, og er stefnt að því að lögfesta það áður en dagur er að kveldi kominn.

Upphaflega var áformað að þinghald að loknu jólaleyfi hæfist þriðjudaginn 26. janúar.

Undanfarinn rúman áratug hefur þing á nýju ári jafnan hafist í annarri eða þriðju viku ársins. Á því var undantekning 1999 þegar þing kom saman 6. janúar til að bregðast, með lagasetningu, við Valdimarsdómnum.- bþs





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×