Innlent

Joly gagnrýnir Hollendinga

Mynd/Daníel Rúnarsson
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir að það sé hneyksli að Hollendingar hafi reynt að fría sig ábyrgð í Icesave málinu. Hlutverk hollenskra yfirvalda hafi verið að fylgjast með því hvort að eftirlitsaðilar á Ísland væru að vinna vinnuna sína. Það hafi Hollendingar ekki gert. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist við Joly á vef hollenska blaðsins NRC Handelsblad.

Joly segir að Hollendingar verði að vera gera sér grein fyrir því að það sé bæði óraunhæf og ósanngjörn krafa að fara fram á allar innistæður á Icesave reikningunum í Hollandi fáist til baka. Hún gagnrýnir jafnframt að Icesave málið hafi verið tengt við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×