Innlent

Ráðamenn ræða áfram við forystumenn erlendra ríkja

Mynd/Stefán Karlsson
Enn fjölgar í hópi þeirra leiðtoga erlendra ríkja sem íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave lögunum staðfestingar í fyrradag. Íslenskir ráðherrar hafa rætt við 15 erlenda starfsbræður og -systur og veitt vel á þriðja tug viðtala við erlenda fjölmiðla og fréttaveitur.

Auk þess að ræða við David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í dag hefur Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, rætt við Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn, og Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháen.

Fram hefur komið að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, flaug í dag til Oslóar til viðræðna við fjármála- og utanríkisráðherra Noregs. Hann mun í framhaldinu funda með fjármálaráðherra Danmerkur í Kaupmannahöfn.

Þá tók Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, fyrr í dag þátt í símafundi íslensk-ameríska viðskiptaráðsins í New York þar sem nokkrir fjölmiðlar tóku þátt og fulltrúar erlendra fyrirtækja.

Yfirlit yfir samskipti ráðamanna við erlenda ráðherra og fjölmiðla í gær og fyrradag er hægt að sjá hér.


Tengdar fréttir

Bretar beita sér ekki gegn umsókn um ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Reuters fyrir stundu að David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hafi fullvissað sig um að Bretar myndu ekki beita sér gegn Íslandi og aðildarumsókn þeirra inn í ESB þrátt fyrir harðvítugar deilur um Icesacve.

Jóhanna ræddi við Brown

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddi við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, seinnipartinn í dag. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, segir að þau hafi farið yfir stöðuna eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×