Innlent

Ástþór býðst til að semja um Icesave fyrir Ísland

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur ritað fjármálaráðherra tölvubréf og boðið fram krafta sína í Icesave málinu. Hann vill fara fyrir nýrri samninganefnd Íslands og semja upp á nýtt við Hollendinga og Breta.

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vilja einnig að skipuð verið ný samninganefnd. Þau hafa þó ekki boðist til að leiða hana líkt og Ástþór hefur gert.

„Ég tel alla möguleika á að ná betri samningum um Icesave, ekki síst um vaxtabyrðina sem er í raun út af kortinu hvað varðar almenn lánakjör í Evrópu. Engan tíma má missa, við þurfum að hefja þessa vinnu án tafar til að glata ekki því einstaka tækifæri sem nú hefur opnast til nýrra samninga," segir í Ástþór í bréfi sínu til fjármálaráðherra.

Nauðsynlegt sé að nýtt fólk komi að þessum samningum fyrir hönd þjóðarinnar til að ná raunhæfum árangri. „Ég treysti mér til að leiða það ferli," segir forsetaframbjóðandinn fyrrverandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×