Innlent

Þrjú innbrot í Reykjavík

Þrjú innbrot voru framin í Reykjavík í nótt. Fyrst var brotist inn í bíl við Kringlubíó rétt eftir miðnætti og þaðan stolið veski. Þá var brotist inn í fyrirtæki við Sléttuveg laust eftir miðnætti. Vitni sáu þrjá pilta hlaupa af vettvangi eftir að öryggiskerfi fór í gang.

Ekki liggur fyrir hverju var stolið þar. Um svipað leiti var brotist inn í fyrirtæki við Brautarholt og þaðan stolið tveimur tölvum. Lögregla handtók skömmu síðar tvo menn, grunaða um verknaðinn, en tölvurnar fundust ekki í fórum þeirra. Annar þeirra er jafnframt grunaður um ölvunarakstur. Þeir verða yfirheyrðir nánar í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×