Innlent

Bretar beita sér ekki gegn umsókn um ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Reuters fyrir stundu að David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hafi fullvissað sig um að Bretar myndu ekki beita sér gegn Íslandi og aðildarumsókn þeirra inn í ESB þrátt fyrir harðvítugar deilur um Icesacve.

„Ég fékk leyfi til þess að segja það opinberlega að þessi deila mun ekki hafa áhrif á umsóknina um Evrópusambandið," sagði Össur í viðtali við Reuters en Vísir greindi frá því fyrr í dag að Össur hefði átt símafund við Milibrand í dag.

Þá sagði Össur að þeir hefðu farið yfir stöðuna og að Miliband hafi verið vonsvikinn vegna synjunar forsetans. Össur sagði að það væri þungt hljóðið í Bretum. Þá sagði Össur ennfremur að það væru engar vísbendingar um að Bretar myndu beita sér gegn Íslendingum innan AGS.

Í viðtali við Reuters sagði Össur að ef Norðurlandaþjóðirnar lánaðu ekki Íslandi peninginn sem búið var að lofa þá yrði það hræðilegt áfall fyrir efnahaginn hér á landi.






Tengdar fréttir

Miliband hafði ekki tíma til að tala við Össur

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti ekki símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í gær eins og stóð til. Ástæðan er mikið annríki hjá forystumönnum breska verkamannaflokksins vegna upplausnar sem varð í flokknum í gær þegar að tveir þingmenn hans lýstu vantrausti á Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Gert er ráð fyrir að Össur og Miliband ræði saman í dag.

Össur búinn að ræða við Miliband

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Breta, eftir hádegið í dag. „Við fórum yfir stöðuna og það var alveg ljóst að hann þekkti hana mjög vel. Hann var vonsvikinn yfir þessu og það er þungt hljóð í Bretum" sagði Össur eftir símafundinn. Þá sagði Miliband ennfremur við Össur að það væru engar vísbendingar um að Bretar myndu beita sér gegn Íslendingum innan AGS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×