Innlent

Rétt að fara á byrjunarreit

Eva Joly
Eva Joly

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, sagði í samtali við RÚV í gær að of mikill þrýstingur hafi verið settur á Íslendinga í Icesave-málinu. Hennar skoðun er sú að ekkert liggi á í málinu, enda sé verið að fjalla um samkomulag sem eigi að gilda til ársins 2024, og fara eigi aftur á byrjunarreit með samningana.

Eva segir að hún hafi fengið það staðfest frá höfundum Evrópureglugerðar um innstæðutryggingar að reglunum hafi ekki verið ætlað að taka á eins djúpstæðum vanda og bankahrun heillar þjóðar vissulega er. Hún segir reglugerðina meingallaða og það sé ástæða vandans. Íslendingar hafi því öflug rök fyrir því að ábyrgðin sé ekki eingöngu Íslands. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×