Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2025 07:30 Adams hefur dregið sig úr kapphlaupinu en verður engu að síður á kjörseðlunum, þar sem það er of seint að fella nafnið hans brott. Getty/Adam Gray Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann var kjörinn borgarstjóri sem Demókrati en bauð sig fram til endurkjörs sem óháður, eftir að hafa sætt ákærum fyrir spillingu. Ákærurnar voru felldar niður eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda en Adams sagði í gær að stöðug fjölmiðlaumfjöllun um framtíð hans hefði hamlað kosningabaráttunni. Þá játaði hann að hafa glatað trausti hluta borgarbúa en sagðist engu að síður saklaus. Borgarstjórinn var meðal annars sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum og þegið gjafir frá erlendum aðilum. The choice @ericadamsfornyc made today was not an easy one, but I believe he is sincere in putting the well-being of New York City ahead of personal ambition. We face destructive extremist forces that would devastate our city through incompetence or ignorance, but it is not too…— Andrew Cuomo (@andrewcuomo) September 28, 2025 Gengið verður til kosninga í nóvember en fyrir um það bil þremur vikum, þegar Adams sagðist enn hafa í hyggju að vera á kjörseðlinum, bárust frengir af því að stjórnvöld hefðu boðið honum sendiherrastöðu gegn því að draga sig úr kapphlaupinu. Trump er sagður styðja Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, gegn borgarstjóraefni Repúblikanaflokksins og kandídat Demókrataflokksins; Zohran Mamdani. Cuomo fagnaði ákvörðun Adams í gær og hrósaði honum fyrir að setja hag borgarbúa framar sínum eigin. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að íbúar stæðu andspænis öfgaöflum sem myndu rústa borginni af annað hvort vanhæfni eða vanþekkingu. Þarna var hann án efa að vísa til Mamdani, sem hægrimenn hafa kallað öfgasósíalista. Trump and his billionaire donors might be able to determine Adams and Cuomo’s actions. But they won't decide this election.In just over 5 weeks, we'll turn the page on the politics of big money and small ideas — and deliver a government every New Yorker can be proud of. pic.twitter.com/0UENxTENCO— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) September 28, 2025 Mamdani brást við með því að segjast myndu sigra Cuomo í annað sinn, líkt og hann gerði í forkjörinu hjá Demókrataflokknum. „Andrew Cuomo: Þér varð að ósk þinni. Þú vildir fá Trump og milljarðamæringa vini þína til að hjálpa þér að hreinsa út af vellinum,“ sagði Mamdani á samfélagsmiðlum. „En ekki gleyma því að þú vildir einnig etja kappi við mig í forkosningunum. Og við unnum þig með þrettán stigum. Hlakka til að gera það aftur fjórða nóvember.“ Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Ákærurnar voru felldar niður eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda en Adams sagði í gær að stöðug fjölmiðlaumfjöllun um framtíð hans hefði hamlað kosningabaráttunni. Þá játaði hann að hafa glatað trausti hluta borgarbúa en sagðist engu að síður saklaus. Borgarstjórinn var meðal annars sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum og þegið gjafir frá erlendum aðilum. The choice @ericadamsfornyc made today was not an easy one, but I believe he is sincere in putting the well-being of New York City ahead of personal ambition. We face destructive extremist forces that would devastate our city through incompetence or ignorance, but it is not too…— Andrew Cuomo (@andrewcuomo) September 28, 2025 Gengið verður til kosninga í nóvember en fyrir um það bil þremur vikum, þegar Adams sagðist enn hafa í hyggju að vera á kjörseðlinum, bárust frengir af því að stjórnvöld hefðu boðið honum sendiherrastöðu gegn því að draga sig úr kapphlaupinu. Trump er sagður styðja Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, gegn borgarstjóraefni Repúblikanaflokksins og kandídat Demókrataflokksins; Zohran Mamdani. Cuomo fagnaði ákvörðun Adams í gær og hrósaði honum fyrir að setja hag borgarbúa framar sínum eigin. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að íbúar stæðu andspænis öfgaöflum sem myndu rústa borginni af annað hvort vanhæfni eða vanþekkingu. Þarna var hann án efa að vísa til Mamdani, sem hægrimenn hafa kallað öfgasósíalista. Trump and his billionaire donors might be able to determine Adams and Cuomo’s actions. But they won't decide this election.In just over 5 weeks, we'll turn the page on the politics of big money and small ideas — and deliver a government every New Yorker can be proud of. pic.twitter.com/0UENxTENCO— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) September 28, 2025 Mamdani brást við með því að segjast myndu sigra Cuomo í annað sinn, líkt og hann gerði í forkjörinu hjá Demókrataflokknum. „Andrew Cuomo: Þér varð að ósk þinni. Þú vildir fá Trump og milljarðamæringa vini þína til að hjálpa þér að hreinsa út af vellinum,“ sagði Mamdani á samfélagsmiðlum. „En ekki gleyma því að þú vildir einnig etja kappi við mig í forkosningunum. Og við unnum þig með þrettán stigum. Hlakka til að gera það aftur fjórða nóvember.“
Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira