Innlent

Sala píputóbaks jókst um 40%

Neftóbak, sem bæði er tekið í nef og vör, seldist mun meira á síðasta ári en árið á undan.
fréttablaðið/gva
Neftóbak, sem bæði er tekið í nef og vör, seldist mun meira á síðasta ári en árið á undan. fréttablaðið/gva

Rúmlega sex prósenta samdráttur var í sígarettusölu á síðasta ári miðað við árið á undan. Rúmlega ein og hálf milljón kartona af sígarettum var seld á síðasta ári, um hundrað þúsund færri en 2008. Tíu pakkar eru í kartoni og tuttugu sígarettur í pakka. Sígarettusala jókst örlítið milli áranna 2007 og 2008.

Um leið og sígarettusalan dróst saman varð mikil aukning í sölu neftóbaks og enn meiri í sölu píputóbaks. Sala þess jókst um meira en 40 prósent á síðasta ári frá árinu á undan en samdráttur var í sölu píputóbaks milli áranna 2007 og 2008.

Sala píputóbaks er mæld í kílóum. Á síðasta ári seldust rúm níu tonn af píputóbaki en árið 2008 nam salan tæplega sex og hálfu tonni.

Tuttugu prósenta aukning varð á sölu neftóbaks. Tæplega 24 tonn seldust á síðasta ári en tæp 20 tonn árið áður. Árið 2007 seldust tæp sautján tonn af neftóbaki.

Neftóbak er, eins og nafnið gefur til kynna, tekið í nefið en ekki síður í vörina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×