Innlent

Fjórir handteknir í Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum upprætti fíkniefnasamkvæmi í Keflavík í nótt og handtók fjóra menn. Lögregla kom fólkinu að óvörum þannig að því gafst ekki ráðrúm til að koma neinu undan. Við leit í húsnæðinu fundust 20 grömm af hassi, 60 grömm af marijuana og 30 grömm af hvítu efni, annaðhvort anfetamíni eða kókaíni. Fólkinu var sleppt að yfirheyrslum loknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×