Sagðir skýla óstjórn með bankahruni 8. janúar 2010 04:30 Hafnarfjörður. Reiknað er með að rekstur bæjarins í Hafnarfirði hafi verið neikvæður um 1.552 milljónir króna í fyrra en að reksturinn verði jákvæður um 247 milljónir á árinu 2010.Fréttablaðið/Stefán Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði segja meirihluta Samfylkingarinnar hafa stundað glannalega fjármálastjórn og það sjáist glögglega í fjárhagsáætlun næsta árs. „Eftir fall bankanna fyrir rúmu ári hefur Samfylkingin, þrátt fyrir traustan meirihluta, ekki treyst sér til að fara í hagræðingu nema hafa fulltrúa minnihlutaflokkanna með í ráðum. Samfylkingin reynir einnig að skýla sér bak við bankakreppuna sem orsök fjárhagsvanda Hafnarfjarðarbæjar nú. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hér í Hafnarfirði fór meirihlutinn offari í framkvæmdum og útgjöldum og jók stöðugt skuldasöfnun til að halda uppi of háu framkvæmdastigi á þenslutímum,“ segir í bókun sjálfstæðismanna við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Sjálfstæðismenn benda meðal annars á að frá því að Samfylkingin tók við stjórninni í Hafnarfirði árið 2002 hafi skuldir bæjarins nær þrefaldast. Skuldir og skuldbindingar séu nú 37 milljarðar króna eða 1,4 milljónir á hvern íbúa. Að meðaltali nemi skuldir á íbúa í sveitarfélögum landsins hins vegar 700 þúsund krónum. „Hafnarfjörður er orðið eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins og sendi eftirlitsnefnd sveitarfélaga bréf í október síðastliðinn þar sem óskað er upplýsinga og skýringa hvernig brugðist verði við erfiðri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar. Ein verstu mistök sem gerð hafa verið í fjármálastjórn bæjarins voru þegar Samfylkingin gekk ekki að tillögu Sjálfstæðisflokksins í september 2007 um að selja hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja þá þegar. Ef Samfylkingin hefði ekki verið haldin ákvarðanafælni væru skuldir bæjarins um 15 milljörðum króna lægri. Þess í stað fóru þeir peningar sem Orkuveitan greiddi nú í desember í að greiða yfirdrátt hjá banka og einnig viðskiptaskuldir sem stofnað var til á árinu.“ Samkvæmt fjárhagsáætluninni á reksturinn eftir fjármagnsliði að verða jákvæður um 247 milljónir króna á árinu 2010. Gert er ráð fyrir því að útkoman fyrir árið 2009 verði hins vegar neikvæð um 1.552 milljónir sem meirihluti Samfylkingarinnar segir vera vegna óhagstæðra gengis- og verðlagsbreytinga. „Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ætti að líta í sinn eigin rann þegar kemur að umræðu um skuldamál og ábyrga efnahagsstjórn umliðins áratugar og hvar höfuðábyrgð á efnahagshruni þjóðarinnar liggur. Nýlegar yfirlýsingar formanns flokksins þeirra um mistök, valdaþreytu og ábyrgð tala þar skýrustu máli,“ sögðu Samfylkingarmenn í bókun. gar@frettabladid.is Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði segja meirihluta Samfylkingarinnar hafa stundað glannalega fjármálastjórn og það sjáist glögglega í fjárhagsáætlun næsta árs. „Eftir fall bankanna fyrir rúmu ári hefur Samfylkingin, þrátt fyrir traustan meirihluta, ekki treyst sér til að fara í hagræðingu nema hafa fulltrúa minnihlutaflokkanna með í ráðum. Samfylkingin reynir einnig að skýla sér bak við bankakreppuna sem orsök fjárhagsvanda Hafnarfjarðarbæjar nú. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hér í Hafnarfirði fór meirihlutinn offari í framkvæmdum og útgjöldum og jók stöðugt skuldasöfnun til að halda uppi of háu framkvæmdastigi á þenslutímum,“ segir í bókun sjálfstæðismanna við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Sjálfstæðismenn benda meðal annars á að frá því að Samfylkingin tók við stjórninni í Hafnarfirði árið 2002 hafi skuldir bæjarins nær þrefaldast. Skuldir og skuldbindingar séu nú 37 milljarðar króna eða 1,4 milljónir á hvern íbúa. Að meðaltali nemi skuldir á íbúa í sveitarfélögum landsins hins vegar 700 þúsund krónum. „Hafnarfjörður er orðið eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins og sendi eftirlitsnefnd sveitarfélaga bréf í október síðastliðinn þar sem óskað er upplýsinga og skýringa hvernig brugðist verði við erfiðri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar. Ein verstu mistök sem gerð hafa verið í fjármálastjórn bæjarins voru þegar Samfylkingin gekk ekki að tillögu Sjálfstæðisflokksins í september 2007 um að selja hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja þá þegar. Ef Samfylkingin hefði ekki verið haldin ákvarðanafælni væru skuldir bæjarins um 15 milljörðum króna lægri. Þess í stað fóru þeir peningar sem Orkuveitan greiddi nú í desember í að greiða yfirdrátt hjá banka og einnig viðskiptaskuldir sem stofnað var til á árinu.“ Samkvæmt fjárhagsáætluninni á reksturinn eftir fjármagnsliði að verða jákvæður um 247 milljónir króna á árinu 2010. Gert er ráð fyrir því að útkoman fyrir árið 2009 verði hins vegar neikvæð um 1.552 milljónir sem meirihluti Samfylkingarinnar segir vera vegna óhagstæðra gengis- og verðlagsbreytinga. „Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ætti að líta í sinn eigin rann þegar kemur að umræðu um skuldamál og ábyrga efnahagsstjórn umliðins áratugar og hvar höfuðábyrgð á efnahagshruni þjóðarinnar liggur. Nýlegar yfirlýsingar formanns flokksins þeirra um mistök, valdaþreytu og ábyrgð tala þar skýrustu máli,“ sögðu Samfylkingarmenn í bókun. gar@frettabladid.is
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira