Innlent

Gylfi: Best væri að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

„Ef sá kostur væri í boði að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni , myndi ég velja hann." Þetta er haft eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra í grein í breska blaðinu Independent í dag. „Ef slík lausn fyndist, sem væri ásættanleg fyrir alla aðila held ég að allir yrðu glaðir með að sjá fyrir endan á þessu máli," segir Gylfi en bætir við að slík lausn gæti ekki falið í sér ríkisábyrgð af neinu tagi þar sem það myndi kalla á nýtt lagafrumvarp.

Þá er einnig haft eftir Ögmundi Jónassyni þingmanni VG og fyrrverandi ráðherra að ef vilji væri fyrir því hjá Bretum og Hollendingum að semja upp á nýtt myndu Íslendingar vera til í að skoða það.

Greinina má lesa í heild sinni hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×