Innlent

Ögrar Brown í máli Íslands

Margir telja að breski utanríkisráðherrann, David Miliband, muni taka við af Gordon Brown sem formaður Verkamannaflokksins.
Margir telja að breski utanríkisráðherrann, David Miliband, muni taka við af Gordon Brown sem formaður Verkamannaflokksins. Mynd/AP
Á vef breska dagblaðsins Daily Mail er David Miliband, utanríkisráðherra, sagður ögra og bjóða Gordon Brown, forsætisráðherra, birginn með því að segja að Bretar styðji umsókn Íslands að Evrópusambandinu þrátt fyrir Icesave deiluna.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ræddi við Miliband í dag um stöðu Icesave málsins. Í viðtali við Reuters sagði Össur að Miliband hafi fullvissað sig um að Bretar myndu ekki beita sér gegn Íslandi og aðildarumsókn þeirra inn í ESB þrátt fyrir harðvítugar deilur um Icesacve. „Ég fékk leyfi til þess að segja það opinberlega að þessi deila mun ekki hafa áhrif á umsóknina um Evrópusambandið," sagði Össur í dag.

Í frétt Daily Mail segir að ummæli breska utanríkisráðherrans séu þvert á það sem haft hefur verið hingað til eftir heimildarmönnum innan breska forsætisráðuneytisins um Icesave málið. Þetta sýni vel ólguna innan Verkamannaflokksins og að ósamkomulagið milli ráðherranna. Margir telja að Miliband verði arftaki Brown sem formaður Verkamannaflokksins.


Tengdar fréttir

Bretar beita sér ekki gegn umsókn um ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtali við Reuters fyrir stundu að David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hafi fullvissað sig um að Bretar myndu ekki beita sér gegn Íslandi og aðildarumsókn þeirra inn í ESB þrátt fyrir harðvítugar deilur um Icesacve.

Össur búinn að ræða við Miliband

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Breta, eftir hádegið í dag. „Við fórum yfir stöðuna og það var alveg ljóst að hann þekkti hana mjög vel. Hann var vonsvikinn yfir þessu og það er þungt hljóð í Bretum" sagði Össur eftir símafundinn. Þá sagði Miliband ennfremur við Össur að það væru engar vísbendingar um að Bretar myndu beita sér gegn Íslendingum innan AGS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×