Erlent

Hluthafar tapa milljörðum

Tiger Woods
Tiger Woods

Framhjáhald bandaríska kylfingsins Tigers Woods hefur skilið meira eftir sig en tætta fjölskyldu og í kringum tug hjákvenna. Nýleg könnun sem birt var í Bandaríkjunum í síðustu viku bendir til að hluthafar átta fyrirtækja sem gert höfðu auglýsingasamning við snillinginn með kylfuna hafa tapað samtals tólf milljörðum dala, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna, á gengisfalli hlutabréfa í fyrirtækjum sem honum tengdust.

Netmiðillinn The Street hefur upp úr könnuninni, sem stjórnunarskólinn UC Davis í Kaliforníuríki gerði, að gengi hlutabréfa fyrirtækjanna hafi almennt lækkað um 2,3 prósent eftir að upp komst um framhjáhald golfsnillingsins.

- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×