Telur ákvörðun sína styrkja stöðu Íslands 8. janúar 2010 04:15 Á Bessastöðum í gær. Ólafur Ragnar boðaði til sín fjölmiðlafólk til að gefa þeim kost á að ræða um ákvörðun hans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar á þriðjudag.fréttablaðið/vilhelm Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur áhrif ákvörðunar hans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar hafa verið minni en hann átti von á. Bæði ætti það við um viðbrögð stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi og fjármálaheimsins. Hann segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hefur tekið en hún hefur að hans mati styrkt stöðu Íslands í deilunni. Ólafur segist hafa orðið var við mikinn skilning á málstað Íslendinga erlendis frá síðustu daga og þar hafi jafnframt komið fram stuðningur við ákvörðun hans. Vitnaði hann þar sérstaklega í leiðara Financial Times. „Þær hrakspár sem komu fram hafa ekki reynst réttar enn sem komið er," sagði Ólafur um þær efnahagslegu afleiðingar sem ríkisstjórnin, verkalýðshreyfingin, atvinnulífið og fjölmargir sérfræðingar töldu að synjun laganna gæti haft í för með sér. Sagði hann þau ítarlegu gögn sem honum bárust hafa verið „vangaveltur um hvað myndi gerast færi allt á versta veg" sem hann hefði ekki getað látið hafa úrslitaáhrif á ákvörðun sína. Um efnahagslegar afleiðingar sagði Ólafur jafnframt að markaðurinn myndi aldrei vega þyngra við ákvörðunartöku hans heldur en lýðræðið sjálft. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni um að synja lögunum vísaði Ólafur í áskoranir þingmanna þegar hann sagðist telja að meirihluti væri fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Um þessi ummæli vildi forsetinn ekki fjalla sérstaklega en eins og kunnugt er var tillaga um að málið yrði sett í þjóðaratkvæði felld á Alþingi nokkrum dögum fyrr. Sagði hann þetta aukaatriði þrátt fyrir að forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar lýsi því nú yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla sé þeim ekki efst í huga við lausn málsins. Ólafur segist ekki hafa verið blekktur; mestu hafi skipt allur sá fjöldi fólks sem hafði komið á framfæri ósk sinni um að hann synjaði lögunum sem hafi ráðið mestu um ákvörðun hans. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar telur Ólafur ekki hafa nein áhrif á stöðu hans sem forseta eða á það hvort ríkisstjórnin situr áfram verði þau felld. Ólafur viðurkenndi að æskilegra hefði verið að ákvörðun hans hefði verið kunn ríkisstjórninni áður en hún var kynnt almenningi. Baðst hann forláts á því en hann hefði ekki viljað kynna forystumönnum ríkisstjórnarinnar ákvörðun sína símleiðis, heldur að þau gætu kynnt sér rökstuðning hans í heild.svavar@frettabladid.is Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur áhrif ákvörðunar hans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar hafa verið minni en hann átti von á. Bæði ætti það við um viðbrögð stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi og fjármálaheimsins. Hann segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hefur tekið en hún hefur að hans mati styrkt stöðu Íslands í deilunni. Ólafur segist hafa orðið var við mikinn skilning á málstað Íslendinga erlendis frá síðustu daga og þar hafi jafnframt komið fram stuðningur við ákvörðun hans. Vitnaði hann þar sérstaklega í leiðara Financial Times. „Þær hrakspár sem komu fram hafa ekki reynst réttar enn sem komið er," sagði Ólafur um þær efnahagslegu afleiðingar sem ríkisstjórnin, verkalýðshreyfingin, atvinnulífið og fjölmargir sérfræðingar töldu að synjun laganna gæti haft í för með sér. Sagði hann þau ítarlegu gögn sem honum bárust hafa verið „vangaveltur um hvað myndi gerast færi allt á versta veg" sem hann hefði ekki getað látið hafa úrslitaáhrif á ákvörðun sína. Um efnahagslegar afleiðingar sagði Ólafur jafnframt að markaðurinn myndi aldrei vega þyngra við ákvörðunartöku hans heldur en lýðræðið sjálft. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni um að synja lögunum vísaði Ólafur í áskoranir þingmanna þegar hann sagðist telja að meirihluti væri fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Um þessi ummæli vildi forsetinn ekki fjalla sérstaklega en eins og kunnugt er var tillaga um að málið yrði sett í þjóðaratkvæði felld á Alþingi nokkrum dögum fyrr. Sagði hann þetta aukaatriði þrátt fyrir að forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar lýsi því nú yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla sé þeim ekki efst í huga við lausn málsins. Ólafur segist ekki hafa verið blekktur; mestu hafi skipt allur sá fjöldi fólks sem hafði komið á framfæri ósk sinni um að hann synjaði lögunum sem hafi ráðið mestu um ákvörðun hans. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar telur Ólafur ekki hafa nein áhrif á stöðu hans sem forseta eða á það hvort ríkisstjórnin situr áfram verði þau felld. Ólafur viðurkenndi að æskilegra hefði verið að ákvörðun hans hefði verið kunn ríkisstjórninni áður en hún var kynnt almenningi. Baðst hann forláts á því en hann hefði ekki viljað kynna forystumönnum ríkisstjórnarinnar ákvörðun sína símleiðis, heldur að þau gætu kynnt sér rökstuðning hans í heild.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira