Erlent

Obama: Mistökin að lokum mín

Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkaforseti, segir að bandarískum yfirvöldum hafi mistekist að vinna úr upplýsingum sem þau bjuggu yfir áður en nígerískur hryðjuverkamaður reyndi um jólin að sprengja flugvél á leið til Bandaríkjanna. Farið verði yfir verklag en mistökin væru á endanum á hans ábyrgð. Forsetinn hefur áður gagnrýnt njósnastofnanir Bandaríkjanna harðlega vegna málsins.

Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab var ákærður í gærkvöldi fyrir að reyna að sprengja farþegaþotu með 290 farþega innanborðs í loft upp á jóladag með sprengju sem falin var í nærfötum hans.

Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að rannsóknin málsins sé enn í fullum gangi og að þegar hafi mikilvægar upplýsingar komið fram. Hann lofaði því í gær að allir sem þátt áttu í skipulagningu árásarinnar yrðu sóttir til saka og að til þess verði öll meðul notuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×