Fleiri fréttir Verð á ýsu hækkað um 5% Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 5%. 7.1.2010 14:23 Einkaþota hætt komin - búið að opna flugvöllinn Einkaþota af gerðinni Falcon 2000 snérist á flugbraut Keflavíkurflugvallar og sprakk þá á dekki vélarinnar. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa flugmálastjórnar þá var vellinum lokað í fimmtán mínútur. 7.1.2010 13:58 Keflavíkurflugvelli lokað um stund Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað tímabundið vegna Falcon 2000 flugvélar sem er út á miðri flugbraut með tvö sprungin dekk. Þetta kemur fram á Víkurfréttum. 7.1.2010 13:52 Snjósleða ekið á húsvegg Snjósleða var ekið á húsvegg við Funhöfða í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Einn maður var fluttur á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. 7.1.2010 13:41 Steingrímur útilokar ekki nýjar samningaviðræður Steingrímur J. Sigfússon útilokar ekki nýjar samningaviðræður með Bretum og Hollendingum um Icesave. Nú sé ríkisstjórnin hins vegar að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hvatti til þess í grein í Fréttablaðinu í dag að ný samninganefnd yrði skipuð. 7.1.2010 13:20 Dagur B.: Einkavæðing Bílastæðasjóðs leiðir til hækkunar Umsögn bílastæðasjóðs um tillögur VG í borgarráði um að kannað yrði með einkavæðingu bílastæðahúsa í eigu Bílastæðasjóðs var lögð fram í borgarráði í dag. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á sínum tíma tillögu VG, en Samfylkingin sat hjá og gerði skýra fyrirvara að sögn Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar. 7.1.2010 12:51 Greiðslur til borgarfulltrúa lækkaðar Starfskostnaðargreiðslur til borgarfulltrúa lækkuðu um áramótin um níu prósent. Þá munu fyrstu varaborgarfulltrúar á næsta kjörtímabili hætta að fá föst laun sem hlutfall af launum borgarfulltrúa og munu í staðinn fá greidd laun fyrir störf sín í nefndum eftir sömu reglum og aðrir en borgarfulltrúar sem starfa í stjórnsýslu borgarinnar. 7.1.2010 12:17 Miliband hafði ekki tíma til að tala við Össur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti ekki símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í gær eins og stóð til. Ástæðan er mikið annríki hjá forystumönnum breska verkamannaflokksins vegna upplausnar sem varð í flokknum í gær þegar að tveir þingmenn hans lýstu vantrausti á Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Gert er ráð fyrir að Össur og Miliband ræði saman í dag. 7.1.2010 12:07 Dæmd fyrir að svíkja leigubílstjóra Kona á fertugsaldri var dæmd í mánaðarlangt fangelsi, skilorðsbundið til eins árs, fyrir að svíkja leigubílstjóra í júní á síðasta ári. Konan hringdi á leigubíl sem sótti hana á biljarðstofu í Faxafeni í Reykjavík. 7.1.2010 12:07 Byssumaður ákærður fyrir tilraun til manndráps Birkir Arnar Jónsson hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps aðfararnótt sunnudagsins 15. nóvember síðastliðinn. 7.1.2010 11:48 Kvóti á sumargotssíld aukinn um 7.000 tonn Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að auka veiðar úr stofni íslensku sumargotssíldarinnar um 7 þúsund tonn. 7.1.2010 11:17 Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir bílslys Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir árekstur á gatnamótum Engjavegar og Eyrarvegi á Selfossi á tíunda tímanum í morgun. Lögreglan á Selfossi taldi að meiðsl þeirra sem fluttir voru ekki alvarleg. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíl var ekið í veg fyrir jeppa en tildrög slyssins eru óljós að öðru leyti. 7.1.2010 11:03 Segir framgöngu Breta og Hollendinga óhugnanlega Utanríkisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, hefur tekið upp hanskann fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Í viðtali á Reuters segir hann viðbrögð ríkja gagnvart ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa Icesave-lögum í þjóðaatkvæðagreiðslu, óhugnanlega enda var Ísland að fylgja sínum lýðræðisreglum. 7.1.2010 10:56 Lést í eldsvoða á Hverfisgötu Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í eldsvoða í íbúðarhúsi við Hverfisgötu í Reykjavík í nótt. Lögreglumenn sýndu mikið áræði þegar þeir brutu sér leið inn í húsið til að vekja íbúana. 7.1.2010 10:35 The Independent: Samskipti Breta við Íslendinga á pari við útlagaríki Framkoma Breta við Íslendinga má líkja við gamaldags kúgun. Þetta segir í leiðara breska dagblaðsins The Independent í dag. Í leiðaranum sakar blaðið Breta um fantaskap gagnvart Íslendingum og segja afskipti breskra yfirvalda af Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gagnvart Íslandi helst líkjast kúgun. 7.1.2010 09:48 Höskuldur: Eigum að standa með sjálfum okkur „Kosningabaráttan á að snúast um komandi kynslóðir, hvort við ætlum að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar og börnin þeirra,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 7.1.2010 09:42 Heilinn hennar ömmu Fjölskylda í Bandaríkjunum hefur kært útfararþjónustuna sem sá um útför ömmu þeirra á dögunum. Útförin sjálf gekk að óskum en þegar fjölskyldumeðlimirnir fengu eigur ömmunnar, föt, skartgripi og annað sem hún hafði verið með þegar hún lést í bílslysi, slæddist óvenjulegur hlutur með í pakkanum. 7.1.2010 08:38 Hafís færist nær Hafís er að færast nær landi á Vestfjörðum og eru sjófarendur varaðir við ísnum. Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær var ísinn 18 sjómílur norðvestur af Barðanum, 20 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 22 sjómílur norðaustur af Horni. 7.1.2010 08:30 Nærbuxnasprengjumaðurinn ákærður Maðurinn sem reyndi að sprengja upp farþegaflugvél yfir bandarísku borginni Detroit var ákærður í gærkvöldi. Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab er ákærður í sex liðum en hann reyndi að sprengja farþegaþotu með 290 farþega innanborðs í loft upp á jóladag með sprengju sem falin var í nærfötum hans. 7.1.2010 08:22 Þak féll á þúsund danska grísi Björgunarmenn í Danmörku vinna nú hörðum höndum að því að bjarga þúsund grísum á svínabúi í Sindal, en í nótt féll þak á svínabúinu ofan á grísina. Vonast er til þess að um 80 - 90 prósent dýranna hafi lifað af en þakið, sem er um 700 fermetrar að flatarmáli, féll á þau vegna þess að mikill snjór hafði safnast á það í vetrarhörkunum sem geysað hafa í Danmörku eins og annars staðar í Evrópu undanfarna daga. 7.1.2010 08:13 Brown stóð af sér storminn Talið er að Gordon Brown forsætisráðherra Breta hafi staðið af sér uppreisn samflokksmanna sinna í gær. Tveir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Browns, þau Geoff Hoon og Patricia Hewitt hvöttu til þess í gær að þingmenn Verkamannaflokksins héldu leynilega kosningu þar sem skorið yrði úr um hvort Brown njóti enn trausts til þess að leiða flokkinn í komandi kosningum í vor. 7.1.2010 08:04 Skotið á kirkjugesti Sex eru látnir eftir að byssumenn skutu á hóp kirkjugesta sem voru að koma frá guðsþjónustu í austurhluta Egyptalands í gær. Kirkjan tilheyrir Koptí-reglunni sem heldur jóladag hátíðlegan 7. janúar og var skotið á kirkjugestina úr bíl sem ók hjá þegar fólkið kom út. Sjö slösuðust í skotárásinni. Um níu prósent Egypta tilheyra reglunni en 90 prósent þeirra eru múslimar. 7.1.2010 07:25 Ekið á tvö ljósastaura og kveikt í þeim þriðja Þrír ljósastaurar á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir áföllum í nótt. Fyrst ók ölvaður ökumaður á ljósastaur á Arnarnesvegi við Sólarsali. Staurinn féll og bíllinn stór skemmdist, en ökumaðurinn reyndist ölvaður. 7.1.2010 07:20 Flughált á Bretlandseyjum Hálkuviðvörun er nú í gildi um gjörvallt Bretland en landsmenn hafa á síðustu dögum upplifað lengsta kuldakast í að minnsta kosti þrjá áratugi. 7.1.2010 07:17 Ólafur Ragnar í viðtali á BBC - myndband Íslendingar ætla sér að standa við skuldbindingar sínar í Icesave málinu. Þetta var aðalinntakið í máli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands sem í gærkvöldi var í viðtali í þættinum Newsnight á Breska ríkisútvaropinu BBC í gærkvöldi. 7.1.2010 06:59 Vilja nýja samninganefnd í stað þjóðaratkvæðagreiðslu Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja koma til greina að skipuð verði þverpólitísk sáttanefnd í Icesave-deilunni sem fái það hlutverk að skipa nýja samninganefnd sem ræða ætti við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar. 7.1.2010 06:45 Björguðu manni úr brennandi húsi á Hverfisgötu Tvísýnt er um afdrif manns, sem reykkafarar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu björguðu út úr brennandi húsi að Hverfisgötu 28, laust upp úr klukkan fjögur í nótt. 7.1.2010 06:38 Skortur á einangrun endar með stórslysi „Við þurfum að fá að vita hvenær og hverjar úrbætur verða gerðar á einangrunarmálum fanga hér á landi. Annars endar þetta bara með stórslysi.“ Þetta segir Erlendur S. Baldursson, aðstoðarmaður forstjóra Fangelsismálastofnunar. 7.1.2010 06:00 Erlendu ríkin vilja aðstoða Íslendingar ættu að greiða atkvæði með lögum þeim um ríkisábyrgð á Icesave sem forsetinn hefur vísað til þjóðarinnar. Þetta er mat Kaarlos Jännäris, finnska bankasérfræðingsins og fyrrverandi forstjóra finnska fjármálaeftirlitsins, sem stjórnvöld réðu sem ráðgjafa við endurskipulagningu bankakerfisins hér. 7.1.2010 06:00 Ingibjörg Sólrún vill nýja sáttanefnd um Icesave Stjórnmál Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan verða að slíðra sverðin og koma sér saman um pólitíska sátta- og samninganefnd til að leiða Icesave-samningana til lykta, skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, í Fréttablaðið í dag. 7.1.2010 06:00 Ríkisstjórnin afgreiddi frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu Ríkisstjórnin afgreiddi í gær fyrir sína parta frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar forsetans um að synja lögum Alþingis staðfestingar. 7.1.2010 05:15 Ramos var settur í einangrun Brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos, sem hótaði fangaverði með eggvopni þegar hann reyndi að flýja frá fangavörðum í fyrradag, var beittur agaviðurlögum vegna málsins og settur í einangrun á Litla-Hrauni. Hann þarf að sæta einangrun í tíu daga og verður síðan að öllum líkindum vistaður á öryggisgangi á Litla-Hrauni, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. 7.1.2010 05:00 Forseti náðaði veikan smyglara Forseti Íslands náðaði í desember Þjóðverja á sjötugsaldri sem í janúar í fyrra var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að flytja rúm 20 kíló af hassi og 1,7 kíló af amfetamíni til Íslands. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. 7.1.2010 05:00 Óvissa um hvaða lög gilda Í yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um synjunina, er fullyrt að felli þjóðin lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni, séu eldri lög um ríkisábyrgð, sem samþykkt voru í lok ágúst, áfram í gildi. Lögspekingar virðast ekki jafnvissir um þetta og forsetinn. 7.1.2010 05:00 Skera niður hjá dagforeldrum Byggðaráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að lækka greiðslu vegna dagforeldra um 25 prósent. Er þetta hluti af sparnaðaraðgerðum. Einnig á að grípa til mikils sparnaðar í leikskólum sem verður lokað í fimm vikur næsta sumar. Endurskoða á reglur sem gilda um barnafjölda á hvert stöðugildi til að spara í mannahaldi. Fækkað verður á deildum í leikskólum þar sem barnafjöldi og aðstaða gefur tilefni til og draga á úr stjórnunarkostnaði. Starfsemi í leikskólanum í Varmalandi verður hætt um mitt þetta ár. - gar 7.1.2010 04:30 Dæmdur í árs fangelsi Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir árið 2008. Fyrst réðst maðurinn á annan mann fyrir utan Landsbankann á Laugavegi 77. Árásarmaðurinn sló hinn hnefahöggi í andlitið og síðan með glerflösku í höfuðið þannig að hann féll í jörðina. Síðan sparkaði hann í bringu fórnarlambsins, sem hlaut mar í kringum augnumgjörð og brotið bringubein. Síðar réðst ofstopamaðurinn á mann á Laugavegi. Hann kýldi manninn í andlitið og sparkaði í höfuð hans og líkama. Fórnarlambið hlaut beinbrot bæði á líkama og í andliti. 7.1.2010 04:30 Hafa ekki ráðið þjóðgarðsvörð Enn hefur ekki verið ráðinn þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í stað Sigurðar Oddssonar sem féll frá í ágúst. Þingvallanefnd ákvað á fundi 26. október að auglýsa eftir nýjum þjóðgarðsverði og sagði þá stefnt að því að gengið yrði frá ráðningunni fyrir 1. janúar. 78 umsóknir bárust. 7.1.2010 04:30 Öll orkan fer í að slökkva elda Bresk og hollensk stjórnvöld leggja áherslu á að staða Icesave-málsins skýrist sem fyrst, en samtöl við ráðamenn þar hafa ekki breytt neinu um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar synjunar forseta Íslands á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann segir fjármálaráðherra Bretlands og Hollands hafa verið vinsamlegri í samtölum við sig en í viðtölum við fjölmiðla. Allir séu sammála um að töf á úrlausn málsins sé báðum til tjóns. 7.1.2010 04:15 Skiptu sér bara af tónlistarhúsinu Eina dæmið um pólitísk afskipti af málefnum bankanna virðist snúa að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Þetta upplýsti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, í viðtali við Ingva Hrafn Jónsson í þættinum Hrafnaþingi á ÍNN í vikunni. 7.1.2010 04:15 Páfagaukur má skrækja í blokk Kærunefnd fjöleignahúsmála verður ekki við kröfu íbúa í blokk einni um að úrskurða að páfagaukur á hæðinni fyrir ofan verði að hverfa úr húsinu. Páfagaukurinn hafi valdið honum miklu ónæði. 7.1.2010 04:15 Meint pólskt þjófagengi tekið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm pólska karlmenn í vikunni, sem grunaðir eru um innbrot í heimahús. Fjórir mannanna hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald og sá fimmti var leiddur fyrir dómara síðdegis í gær. 7.1.2010 04:15 Nágrannar deila um eyðingu kakkalakka Kakkalakkar sem illa gekk að losna við úr fjölbýlishúsi einu enduðu inni á borði úrskurðarnefndar húsnæðismála. 7.1.2010 04:15 Mikill áhugi á frauðsnakki Nýsköpun Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður þróar nú snakk með íslensku fyrirtæki sem gert er úr uppblásnu frauði og er nær hitaeiningalaust. Pantanir eru þegar farnar að berast en snakkið kemur á markað í vor. 7.1.2010 04:00 Var varaður við afleiðingum synjunar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var varaður við því að synjun laga um ríkisábyrgð vegna Icesave, gæti stórlaskað stöðu Íslands í alþjóðasamstarfi og aukið hættu á greiðslufalli. Þetta kom fram í bréfi frá sérfræðingum í Stjórnarráði Íslands, sem forsetinn fékk í hendur á mánudag. Þar er varað við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum. 7.1.2010 04:00 Ólafur sér ekki eftir ákvörðuninni Ólafur Ragnar Grímsson viðurkennir að ákvörðun hans um að synja Icesave lögunum staðfestingar hafi orsakað upplausn. 6.1.2010 22:35 Sjá næstu 50 fréttir
Verð á ýsu hækkað um 5% Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 5%. 7.1.2010 14:23
Einkaþota hætt komin - búið að opna flugvöllinn Einkaþota af gerðinni Falcon 2000 snérist á flugbraut Keflavíkurflugvallar og sprakk þá á dekki vélarinnar. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa flugmálastjórnar þá var vellinum lokað í fimmtán mínútur. 7.1.2010 13:58
Keflavíkurflugvelli lokað um stund Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað tímabundið vegna Falcon 2000 flugvélar sem er út á miðri flugbraut með tvö sprungin dekk. Þetta kemur fram á Víkurfréttum. 7.1.2010 13:52
Snjósleða ekið á húsvegg Snjósleða var ekið á húsvegg við Funhöfða í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Einn maður var fluttur á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. 7.1.2010 13:41
Steingrímur útilokar ekki nýjar samningaviðræður Steingrímur J. Sigfússon útilokar ekki nýjar samningaviðræður með Bretum og Hollendingum um Icesave. Nú sé ríkisstjórnin hins vegar að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hvatti til þess í grein í Fréttablaðinu í dag að ný samninganefnd yrði skipuð. 7.1.2010 13:20
Dagur B.: Einkavæðing Bílastæðasjóðs leiðir til hækkunar Umsögn bílastæðasjóðs um tillögur VG í borgarráði um að kannað yrði með einkavæðingu bílastæðahúsa í eigu Bílastæðasjóðs var lögð fram í borgarráði í dag. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á sínum tíma tillögu VG, en Samfylkingin sat hjá og gerði skýra fyrirvara að sögn Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar. 7.1.2010 12:51
Greiðslur til borgarfulltrúa lækkaðar Starfskostnaðargreiðslur til borgarfulltrúa lækkuðu um áramótin um níu prósent. Þá munu fyrstu varaborgarfulltrúar á næsta kjörtímabili hætta að fá föst laun sem hlutfall af launum borgarfulltrúa og munu í staðinn fá greidd laun fyrir störf sín í nefndum eftir sömu reglum og aðrir en borgarfulltrúar sem starfa í stjórnsýslu borgarinnar. 7.1.2010 12:17
Miliband hafði ekki tíma til að tala við Össur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti ekki símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í gær eins og stóð til. Ástæðan er mikið annríki hjá forystumönnum breska verkamannaflokksins vegna upplausnar sem varð í flokknum í gær þegar að tveir þingmenn hans lýstu vantrausti á Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Gert er ráð fyrir að Össur og Miliband ræði saman í dag. 7.1.2010 12:07
Dæmd fyrir að svíkja leigubílstjóra Kona á fertugsaldri var dæmd í mánaðarlangt fangelsi, skilorðsbundið til eins árs, fyrir að svíkja leigubílstjóra í júní á síðasta ári. Konan hringdi á leigubíl sem sótti hana á biljarðstofu í Faxafeni í Reykjavík. 7.1.2010 12:07
Byssumaður ákærður fyrir tilraun til manndráps Birkir Arnar Jónsson hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps aðfararnótt sunnudagsins 15. nóvember síðastliðinn. 7.1.2010 11:48
Kvóti á sumargotssíld aukinn um 7.000 tonn Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að auka veiðar úr stofni íslensku sumargotssíldarinnar um 7 þúsund tonn. 7.1.2010 11:17
Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir bílslys Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir árekstur á gatnamótum Engjavegar og Eyrarvegi á Selfossi á tíunda tímanum í morgun. Lögreglan á Selfossi taldi að meiðsl þeirra sem fluttir voru ekki alvarleg. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíl var ekið í veg fyrir jeppa en tildrög slyssins eru óljós að öðru leyti. 7.1.2010 11:03
Segir framgöngu Breta og Hollendinga óhugnanlega Utanríkisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, hefur tekið upp hanskann fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Í viðtali á Reuters segir hann viðbrögð ríkja gagnvart ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa Icesave-lögum í þjóðaatkvæðagreiðslu, óhugnanlega enda var Ísland að fylgja sínum lýðræðisreglum. 7.1.2010 10:56
Lést í eldsvoða á Hverfisgötu Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í eldsvoða í íbúðarhúsi við Hverfisgötu í Reykjavík í nótt. Lögreglumenn sýndu mikið áræði þegar þeir brutu sér leið inn í húsið til að vekja íbúana. 7.1.2010 10:35
The Independent: Samskipti Breta við Íslendinga á pari við útlagaríki Framkoma Breta við Íslendinga má líkja við gamaldags kúgun. Þetta segir í leiðara breska dagblaðsins The Independent í dag. Í leiðaranum sakar blaðið Breta um fantaskap gagnvart Íslendingum og segja afskipti breskra yfirvalda af Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gagnvart Íslandi helst líkjast kúgun. 7.1.2010 09:48
Höskuldur: Eigum að standa með sjálfum okkur „Kosningabaráttan á að snúast um komandi kynslóðir, hvort við ætlum að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar og börnin þeirra,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 7.1.2010 09:42
Heilinn hennar ömmu Fjölskylda í Bandaríkjunum hefur kært útfararþjónustuna sem sá um útför ömmu þeirra á dögunum. Útförin sjálf gekk að óskum en þegar fjölskyldumeðlimirnir fengu eigur ömmunnar, föt, skartgripi og annað sem hún hafði verið með þegar hún lést í bílslysi, slæddist óvenjulegur hlutur með í pakkanum. 7.1.2010 08:38
Hafís færist nær Hafís er að færast nær landi á Vestfjörðum og eru sjófarendur varaðir við ísnum. Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær var ísinn 18 sjómílur norðvestur af Barðanum, 20 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 22 sjómílur norðaustur af Horni. 7.1.2010 08:30
Nærbuxnasprengjumaðurinn ákærður Maðurinn sem reyndi að sprengja upp farþegaflugvél yfir bandarísku borginni Detroit var ákærður í gærkvöldi. Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab er ákærður í sex liðum en hann reyndi að sprengja farþegaþotu með 290 farþega innanborðs í loft upp á jóladag með sprengju sem falin var í nærfötum hans. 7.1.2010 08:22
Þak féll á þúsund danska grísi Björgunarmenn í Danmörku vinna nú hörðum höndum að því að bjarga þúsund grísum á svínabúi í Sindal, en í nótt féll þak á svínabúinu ofan á grísina. Vonast er til þess að um 80 - 90 prósent dýranna hafi lifað af en þakið, sem er um 700 fermetrar að flatarmáli, féll á þau vegna þess að mikill snjór hafði safnast á það í vetrarhörkunum sem geysað hafa í Danmörku eins og annars staðar í Evrópu undanfarna daga. 7.1.2010 08:13
Brown stóð af sér storminn Talið er að Gordon Brown forsætisráðherra Breta hafi staðið af sér uppreisn samflokksmanna sinna í gær. Tveir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Browns, þau Geoff Hoon og Patricia Hewitt hvöttu til þess í gær að þingmenn Verkamannaflokksins héldu leynilega kosningu þar sem skorið yrði úr um hvort Brown njóti enn trausts til þess að leiða flokkinn í komandi kosningum í vor. 7.1.2010 08:04
Skotið á kirkjugesti Sex eru látnir eftir að byssumenn skutu á hóp kirkjugesta sem voru að koma frá guðsþjónustu í austurhluta Egyptalands í gær. Kirkjan tilheyrir Koptí-reglunni sem heldur jóladag hátíðlegan 7. janúar og var skotið á kirkjugestina úr bíl sem ók hjá þegar fólkið kom út. Sjö slösuðust í skotárásinni. Um níu prósent Egypta tilheyra reglunni en 90 prósent þeirra eru múslimar. 7.1.2010 07:25
Ekið á tvö ljósastaura og kveikt í þeim þriðja Þrír ljósastaurar á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir áföllum í nótt. Fyrst ók ölvaður ökumaður á ljósastaur á Arnarnesvegi við Sólarsali. Staurinn féll og bíllinn stór skemmdist, en ökumaðurinn reyndist ölvaður. 7.1.2010 07:20
Flughált á Bretlandseyjum Hálkuviðvörun er nú í gildi um gjörvallt Bretland en landsmenn hafa á síðustu dögum upplifað lengsta kuldakast í að minnsta kosti þrjá áratugi. 7.1.2010 07:17
Ólafur Ragnar í viðtali á BBC - myndband Íslendingar ætla sér að standa við skuldbindingar sínar í Icesave málinu. Þetta var aðalinntakið í máli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands sem í gærkvöldi var í viðtali í þættinum Newsnight á Breska ríkisútvaropinu BBC í gærkvöldi. 7.1.2010 06:59
Vilja nýja samninganefnd í stað þjóðaratkvæðagreiðslu Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja koma til greina að skipuð verði þverpólitísk sáttanefnd í Icesave-deilunni sem fái það hlutverk að skipa nýja samninganefnd sem ræða ætti við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar. 7.1.2010 06:45
Björguðu manni úr brennandi húsi á Hverfisgötu Tvísýnt er um afdrif manns, sem reykkafarar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu björguðu út úr brennandi húsi að Hverfisgötu 28, laust upp úr klukkan fjögur í nótt. 7.1.2010 06:38
Skortur á einangrun endar með stórslysi „Við þurfum að fá að vita hvenær og hverjar úrbætur verða gerðar á einangrunarmálum fanga hér á landi. Annars endar þetta bara með stórslysi.“ Þetta segir Erlendur S. Baldursson, aðstoðarmaður forstjóra Fangelsismálastofnunar. 7.1.2010 06:00
Erlendu ríkin vilja aðstoða Íslendingar ættu að greiða atkvæði með lögum þeim um ríkisábyrgð á Icesave sem forsetinn hefur vísað til þjóðarinnar. Þetta er mat Kaarlos Jännäris, finnska bankasérfræðingsins og fyrrverandi forstjóra finnska fjármálaeftirlitsins, sem stjórnvöld réðu sem ráðgjafa við endurskipulagningu bankakerfisins hér. 7.1.2010 06:00
Ingibjörg Sólrún vill nýja sáttanefnd um Icesave Stjórnmál Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan verða að slíðra sverðin og koma sér saman um pólitíska sátta- og samninganefnd til að leiða Icesave-samningana til lykta, skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, í Fréttablaðið í dag. 7.1.2010 06:00
Ríkisstjórnin afgreiddi frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu Ríkisstjórnin afgreiddi í gær fyrir sína parta frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar forsetans um að synja lögum Alþingis staðfestingar. 7.1.2010 05:15
Ramos var settur í einangrun Brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos, sem hótaði fangaverði með eggvopni þegar hann reyndi að flýja frá fangavörðum í fyrradag, var beittur agaviðurlögum vegna málsins og settur í einangrun á Litla-Hrauni. Hann þarf að sæta einangrun í tíu daga og verður síðan að öllum líkindum vistaður á öryggisgangi á Litla-Hrauni, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. 7.1.2010 05:00
Forseti náðaði veikan smyglara Forseti Íslands náðaði í desember Þjóðverja á sjötugsaldri sem í janúar í fyrra var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að flytja rúm 20 kíló af hassi og 1,7 kíló af amfetamíni til Íslands. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. 7.1.2010 05:00
Óvissa um hvaða lög gilda Í yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um synjunina, er fullyrt að felli þjóðin lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni, séu eldri lög um ríkisábyrgð, sem samþykkt voru í lok ágúst, áfram í gildi. Lögspekingar virðast ekki jafnvissir um þetta og forsetinn. 7.1.2010 05:00
Skera niður hjá dagforeldrum Byggðaráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að lækka greiðslu vegna dagforeldra um 25 prósent. Er þetta hluti af sparnaðaraðgerðum. Einnig á að grípa til mikils sparnaðar í leikskólum sem verður lokað í fimm vikur næsta sumar. Endurskoða á reglur sem gilda um barnafjölda á hvert stöðugildi til að spara í mannahaldi. Fækkað verður á deildum í leikskólum þar sem barnafjöldi og aðstaða gefur tilefni til og draga á úr stjórnunarkostnaði. Starfsemi í leikskólanum í Varmalandi verður hætt um mitt þetta ár. - gar 7.1.2010 04:30
Dæmdur í árs fangelsi Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir árið 2008. Fyrst réðst maðurinn á annan mann fyrir utan Landsbankann á Laugavegi 77. Árásarmaðurinn sló hinn hnefahöggi í andlitið og síðan með glerflösku í höfuðið þannig að hann féll í jörðina. Síðan sparkaði hann í bringu fórnarlambsins, sem hlaut mar í kringum augnumgjörð og brotið bringubein. Síðar réðst ofstopamaðurinn á mann á Laugavegi. Hann kýldi manninn í andlitið og sparkaði í höfuð hans og líkama. Fórnarlambið hlaut beinbrot bæði á líkama og í andliti. 7.1.2010 04:30
Hafa ekki ráðið þjóðgarðsvörð Enn hefur ekki verið ráðinn þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í stað Sigurðar Oddssonar sem féll frá í ágúst. Þingvallanefnd ákvað á fundi 26. október að auglýsa eftir nýjum þjóðgarðsverði og sagði þá stefnt að því að gengið yrði frá ráðningunni fyrir 1. janúar. 78 umsóknir bárust. 7.1.2010 04:30
Öll orkan fer í að slökkva elda Bresk og hollensk stjórnvöld leggja áherslu á að staða Icesave-málsins skýrist sem fyrst, en samtöl við ráðamenn þar hafa ekki breytt neinu um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar synjunar forseta Íslands á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann segir fjármálaráðherra Bretlands og Hollands hafa verið vinsamlegri í samtölum við sig en í viðtölum við fjölmiðla. Allir séu sammála um að töf á úrlausn málsins sé báðum til tjóns. 7.1.2010 04:15
Skiptu sér bara af tónlistarhúsinu Eina dæmið um pólitísk afskipti af málefnum bankanna virðist snúa að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Þetta upplýsti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, í viðtali við Ingva Hrafn Jónsson í þættinum Hrafnaþingi á ÍNN í vikunni. 7.1.2010 04:15
Páfagaukur má skrækja í blokk Kærunefnd fjöleignahúsmála verður ekki við kröfu íbúa í blokk einni um að úrskurða að páfagaukur á hæðinni fyrir ofan verði að hverfa úr húsinu. Páfagaukurinn hafi valdið honum miklu ónæði. 7.1.2010 04:15
Meint pólskt þjófagengi tekið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm pólska karlmenn í vikunni, sem grunaðir eru um innbrot í heimahús. Fjórir mannanna hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald og sá fimmti var leiddur fyrir dómara síðdegis í gær. 7.1.2010 04:15
Nágrannar deila um eyðingu kakkalakka Kakkalakkar sem illa gekk að losna við úr fjölbýlishúsi einu enduðu inni á borði úrskurðarnefndar húsnæðismála. 7.1.2010 04:15
Mikill áhugi á frauðsnakki Nýsköpun Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður þróar nú snakk með íslensku fyrirtæki sem gert er úr uppblásnu frauði og er nær hitaeiningalaust. Pantanir eru þegar farnar að berast en snakkið kemur á markað í vor. 7.1.2010 04:00
Var varaður við afleiðingum synjunar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var varaður við því að synjun laga um ríkisábyrgð vegna Icesave, gæti stórlaskað stöðu Íslands í alþjóðasamstarfi og aukið hættu á greiðslufalli. Þetta kom fram í bréfi frá sérfræðingum í Stjórnarráði Íslands, sem forsetinn fékk í hendur á mánudag. Þar er varað við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum. 7.1.2010 04:00
Ólafur sér ekki eftir ákvörðuninni Ólafur Ragnar Grímsson viðurkennir að ákvörðun hans um að synja Icesave lögunum staðfestingar hafi orsakað upplausn. 6.1.2010 22:35