Fleiri fréttir

Polanski býður himinháa tryggingu

Lögfræðingur Romans Polanski segir að hann muni í dag bjóðast til að leggja fram himinháa tryggingu fyrir því að verða látinn laus úr svissnesku fangelsi.

Bjóða sambýliskonu Larssons fé

Kaflaskil hafa orðið í deilu fyrrverandi sambýliskonu Stieg Larssons og bróður hans og föður um arf hans. Þau hafa deilt um auð Larssons en tekjur af bókum hans og kvikmyndaréttum af þeim sem nema hundruðum milljóna íslenskra króna.

Sextíu ár frá því fyrstu umferðarljósin voru tekin í notkun

Í dag eru liðin 60 ár frá því fyrstu umferðarljósin tekin í notkun á Íslandi en þau voru staðsett á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis. Í beinu framhaldi komu svo ljós á þrenn önnur gatnamót í miðbæ Reykjavíkur, við Lækjartorg og á Laugavegi við Ingólfsstræti og Skólavörðustíg, að fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Fyrsta geimhótelið opnar 2012

Spænskt fyrirtæki stefnir á að opna fyrsta geimhótelið árið 2012. Það heitir Galactic Suite Space Resort og nóttin kostar milljón evrur, litlar 184 milljónir króna.

Óvíst með kosningar í Afganistan

Óljóst er á þessari stundu hvort fyrirhugaðar forsetakosningar sem halda átti í Afganistan næsta laugardag verði haldnar. Um aðra umferð var að ræða þar sem talið var að stuðningsmenn sitjandi forseta, Hamids Karzai hefðu beitt brögðum í fyrri umferðinni þegar hann fékk meirihluta atkvæða. Því var ákveðið að kjósa upp á nýtt á milli Karzais og helsta keppinautar hans Abdullah Abdullah.

Sprenging í Rawalpindi

Óttast er að 25 manns hafi látist í pakistönsku borginni Rawalpindi í morgun þegar sprengja sprakk inni á svæði sem stjórnað er af pakistanska hernum.

Nytjaleyfi Tortímandans boðið upp

Nytjaleyfi fyrir kvikmyndunum um tortímandann, sem Arnold Schwarzenegger túlkaði lengst af á tjaldinu, verður boðið upp og selt hæstbjóðanda núna í nóvember.

Meintur flóttamannabátur fórst við Ástralíu

Óttast er að á þriðja tug manna hafi farist með báti sem sökk norðvestur af Ástralíu í gær. Sautján manns var bjargað upp í skip sem kom aðvífandi eftir að neyðarkall hafði borist frá bátnum en 25 er enn saknað.

Forseti Afganistans einn í framboði

Seinni umferð forsetakosninga mun fara fram í Afganistan um næstu helgi þrátt fyrir að forsetinn, Hamid Karzai, sé einn í framboði. Keppinautur hans, Abdullah Abdullah, dró framboð sitt formlega til baka í gær.

Fjármögnun virkjana Orkuveitunnar á lokastigi

Evrópski fjárfestingarbankinn hefur samþykkt að lána Orkuveitu Reykjavíkur 30 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst samningur þess efnis til fyrirtækisins á föstudag, þar sem skilyrði bankans fyrir lánveitingu eru tíunduð. Það er fyrirtækisins að ákveða hvort það samþykkir þau skilyrði og þar með lánið. Verði það gert verður skrifað undir í vikunni, samkvæmt heimildum blaðsins.

Borgarafundur í Iðnó í kvöld

Hagsmunasamtök heimilanna efna til borgarafundar í Iðnó klukkan átta í kvöld. Yfirskrift fundarins er: Aðgerðir stjórnvalda, bjargráð eða bjarnargreiði? Framsöguerindi flytja þeir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í samtökunum, Jóhann G. Jóhannsson og Theódór Norðkvist. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður með þátttöku þingmanna úr öllum flokkum, auk framsögumanna. Öllum ráðherrum og þingmönnum hefur verið sérstaklega boðið á fundinn, en fundarstjóri verður Vilhjálmur Árnason.- kóp

Engar upplýsingar um sparnað vegna opins hugbúnaðar

Ríkið hefur ekki heildarupplýsingar um kostnað stofnana hins opinbera vegna leigu á leyfum á séreignahugbúnaði. Ekki liggja því fyrir upplýsingar um hugsanlegan sparnað ríkisins af innleiðingu opins hugbúnaðar.

Flensan gæti enn átt eftir að versna

Aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á Landspítalnum með svínaflensu. Þar liggja nú 45 sjúklingar með flesuna, þar af ellefu á gjörgæsludeild. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að hann eigi von á því að í vikunni komi í ljós hvort flensan eigi enn eftir að versna eða hvort nú muni loks fara draga úr henni. Svo gæti farið að um 100 manns til viðbótar þyrftu að leggjast inn. Þar með gætu sjúklingar á gjörgæsludeild orðið allt að þrjátíu talsins en að jafnaði hefur fólk, þungt haldið af svínaflensu, þurft að dvelja þar í þrjá til fjórar vikur. Spítalann segir hann þó geta annað slíku álagi.

Bronsstytta af Bill Clinton

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær viðstaddur þegar afhjúpuð var þriggja og hálfs metra há stytta af honum í miðborg Pristína, höfuðborg Kosovo.

Telur verðfall á fiskmörkuðum kalla á rannsókn

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að leita þurfi skýringa á því hvers vegna verð á fiskmörkuðum hér á landi og útflutningsverð þróaðist ekki í takt við gengisfall krónunnar framan af ári.

Leita læknis eftir neyslu orkudrykkja

Töluvert er um að fólk leiti sér læknisaðstoðar eftir að hafa drukkið svokallaða orkudrykki. Þetta segir Ófeigur T. Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði. Hann segir nauðsynlegt að fólk lesi innihaldslýsingar og virði ráðlagðan hámarksskammt. „Þetta eru mjög varasamir drykkir í of miklu og of hröðu magni,“ segir Ófeigur um orkudrykki almennt.

„Við erum rosalega bjartsýn og vongóð“

„Þetta er örugglega létt geggjun. En við erum rosalega bjartsýn og vongóð,“ segir Telma Birgisdóttir, einn eigenda Tekk ehf., sem hefur tekið við rekstri Habitat.

Hálf milljón gefin í fótabað

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands hefur styrkt Hveragerðisbæ um fimm hundruð þúsund krónur til að gera fótabað. „Verkefnið er hluti af endurbótum og uppbyggingu svæðisins með það að markmiði að auka aðsókn ferðamanna á Hverasvæðið," segir um málið í fundargerð mannvirkjanefndar Hveragerðis. „Hverasvæðið er eitt af fáum svæðum þar sem hægt er að sjá fjölbreytta nýtingu jarðhita á Íslandi með ræktun í gróðurhúsum, fótabaði í hveravatni, borholum, suðu á eggjum, rúgbrauðsbakstur auk goshvera, leirhvera og hveralækja."- gar

Mafíósar handteknir í Napolí

Ítalía Lögreglan í Napólí á Ítalíu handtók í gær tvo mafíósa degi eftir að bróðir þeirra var handtekinn en sá hafði verið á flótta í fimmtán ár.

Vill breyta turni í hótel

Þyrping hefur sótt um leyfi til að fá að breyta einum íbúðaturni í Skuggahverfi í hótel. Það mundi rúma allt að 160 herbergi. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær.

Bresk kona lést eftir skriðufall á Tenerife

57 ára gömul Bresk kona er talin hafa látist vegna skriðufalls í fríi sínu á Tenerife í dag. Heimildir Sky fréttastofunnar herma að konan og 34 ára gamall íbúi eyjunnar hafi látist þegar 40 metra langt brot úr kletti féll á litla strönd á Playa de los Gigantes þar sem fólkið var í sólbaði.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila

Vegna fréttar sem birtist á Vísi í gærkvöldi um slagsmál í Keiluhöllinni vill fyrirtækið taka nokkur atriði fram, þar sem ekki hafi verið greint rétt frá í fréttinni. Málið snýst um átök sem brutust út seint á föstudagskvöldið milli tveggja hópa sem voru á brautum hlið við hlið.

Afhjúpaði styttu af sjálfum sér

Bill Clinton fyrrverandi Bandatríkjaforseti kom til Pristina, höfuðborgar Kosovo, í opinbera heimsókn í dag og afhjúpaði styttu af sjálfum sér.

Evrópusambandið berst gegn fátækt árið 2010

Evrópusambanslöndin eru þau ríkustu í heimi. Þrátt fyrir þá staðreynd eiga 17 prósent íbúanna ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Evrópusambandið helgar árið 2010 baráttunni gegn fátækt.

Skemmtiferðaskipið fór undir brúna

Það munaði litlu að illa færi þegar stærsta skemmtiferðaskip í heims sigldi undir Stórabeltibrúna í gærkvöldi. Skipið er sjö metrum of hátt til að fara undir brúna, en það rétt slapp eftir að skorsteinar þess voru lækkaðir.

Aldrei fleiri á spítala með svínaflensu

Aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á Landspítalnum með svínaflensu en 45 sjúklingar liggja þar nú, þar af ellefu á gjörgæslu. Undanfarna daga hafa borist fréttir af því að flensan sé í rénun en í dag var tekin ákvörðun um að hafa spítalann áfram á svokölluðu virkjunarstigi.

TF-Líf sótti slasaðann ökumann

TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar var beðin um að sækja slasaðan ökumann sem hafði velt bíl sínum á Holtavörðuheiði í dag. Sjúkrabíll bað um aðstoð þyrlunnar í gegnum neyðarlínuna klukkan 13:52 og var hún farin í loftið tuttugu mínútum síðar.

Hvers vegna verndar íslenska ríkið ekki borgara sína?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði ræðir um flókinn málarekstur Jóns Ólafssonar í Bretlandi, en Hannes segist hafa verið eitt fórnarlambið í því máli. Tilefni skrifanna er úttekt Sunday Times í morgun sem birtir fréttaskýringu um málið. Hannes rekur málið sem snýst í grunninn um ummæli Hannesar í garð Jóns. Hann spyr síðan að lokum hversvegna kostnaður við meiðyrðarmál í Bretlandi sé óbærilegur fyrir aðra en auðmenn og hversvegna íslenska ríkið verndi ekki borgara sína gegn því einkennilega réttarfari sem ríki í landinu.

Var virkur á stefnumótasíðum

Daninn Bjarne Østergaard Madsen sem var handtekinn á föstudag í Árósum fyrir morð á kærustu sinni, Lisbet Nielsen, hengdi sig í fangaklefa í gær. Hans aðal áhugamál voru konur og stefnumót. Þetta kemur fram í Extrabladet í dag.

Fjöldamorðingi handtekinn í Bandaríkjunum

Lögreglan í Cleveland í Bandaríkjunum hefur nú í haldi sínu mann sem grunaður er um að vera fjöldamorðingi. Sex lík hafa fundist á heimili mannsins sem áður hefur hlotið dóm fyrir nauðgun.

Búast má við jarðskjálftahrinu áfram í dag

Jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við að jarðskjálftahrinan sem gekk yfir vestur af Reykjanesi í nótt haldi áfram í dag. Ekki er þó neinn gosóróa að sjá á jarðskjálftamælum.

Rúv brást ekki í umfjöllun um viðskiptalífið

Páll Magnússon segist hafa litlar áhyggjur af þeim röddum sem nú heyrast að Ríkisútvarpið sé að draga taum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að eitt sinn hafi hann verið sagður framlenging hinnar svokölluð bláu handar. Nú eigi hann að vera málpípa vinstri manna, þetta fari bara eftir því hvernig vindar blása.

Segir Egil Helgason hafa lagt son sinn í einelti

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður segir að Egill Helgason þáttastjórnandi á Rúv hafi eftir hrunið lagt son sinn og einn af seðlabankastjórunum í einelti. Þessi orð lét Jón falla í umræðuþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni fyrir stundu.

Karzai einn í framboði - Abdullah hættur við

Abdullah Abdullah lýsti því formlega yfir í morgun að hann ætlaði ekki að taka þátt í síðari umferð forsetakosninga í Afganistan, en kosningarnar áttu að fara fram um næstu helgi. Abdullah greindi stuðningsmönnum sínum frá þessu í Kabúl í morgun.

Snarpir skjálftar á Reykjanesi í nótt

Mikil jarðskjálftahrina gekk yfir vestur af Reykjanesi í nótt. Flestir jarðskjálftanna urðu við Geirfugladrang og Eldeyjarboða vestur af Reykjanesi. Stærstu skjálftarnir voru um 4 stig á Richter.

Passið ykkur á hálkunni

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á Suður- og Vesturlandi sé víða hálka eða hálkublettir, vegir í öðrum landshlutum séu víðast auðir en þó megi búast við hálku eða hálkublettum á heiðum. Það er því betra að hafa varann á þegar maður fer af stað í morgunsárið. Einn ökumaður í Reykjanesbæ fór heldur ógætilega og hafnaði á ljósastaur í morgun.

Minna atvinnuleysi hjá rafiðnaðarmönnum

Atvinnuleysi meðal rafiðnaðarmanna er töluvert minna en almennt gerist á vinnumarkaðnum eða 4,3 prósent samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið í september. En almennt atvinnuleysi í landinu er hins vegar um 9 prósent.

Strokupiltur fannst á Akureyri

Lögreglan lýsti í gær eftir tveimur piltum sem struku af meðferðarheimilinu Árborg rétt fyrir utan Húsavík í fyrrakvöld. Annar pilturinn fannst á Akureyri í gærkvöldi og er hann nú á lögreglustöðinni þar í bæ.

Lögreglumaður fékk glas í höfuðið

Lögreglumaður sem var við störf fyrir utan 800 Bar á Selfossi fékk glas í höfuðið um klukkan þrjú í nótt. Að sögn lögreglu var árásin með öllu tilefnislaus en það var stúlka sem henti glasinu í lögreglumanninn. Hlaut hann kúlu á höfði og mar en stúlkan sefur nú úr sér í fangageymslum. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvunarakstur og ein bílvelta varð í bænum.

Sjá næstu 50 fréttir