Innlent

Borgarafundur í Iðnó í kvöld

iðnó Fundurinn verður í Iðnó og hefst klukkan 20 í kvöld.fréttablaðið/pjetur
iðnó Fundurinn verður í Iðnó og hefst klukkan 20 í kvöld.fréttablaðið/pjetur
Hagsmunasamtök heimilanna efna til borgarafundar í Iðnó klukkan átta í kvöld. Yfirskrift fundarins er: Aðgerðir stjórnvalda, bjargráð eða bjarnargreiði?

Framsöguerindi flytja þeir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í samtökunum, Jóhann G. Jóhannsson og Theódór Norðkvist. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður með þátttöku þingmanna úr öllum flokkum, auk framsögumanna. Öllum ráðherrum og þingmönnum hefur verið sérstaklega boðið á fundinn, en fundarstjóri verður Vilhjálmur Árnason.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×