Innlent

Aldrei fleiri á spítala með svínaflensu

Landspítalinn.
Landspítalinn.
Aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á Landspítalnum með svínaflensu en 45 sjúklingar liggja þar nú, þar af ellefu á gjörgæslu. Undanfarna daga hafa borist fréttir af því að flensan sé í rénun en í dag var tekin ákvörðun um að hafa spítalann áfram á svokölluðu virkjunarstigi.

Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var rætt við Björn Zoega starfandi forstjóra spítalans sem sagðist búast við að um hundrað manns yrðu lagðir inn á spítalann með svínaflensu og þar af 20-30 á gjörgæslu.

Hann sagði ljóst að álagið yrði mikið en gerði ráð fyrir að spítalinn myndi ráða við það.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×