Innlent

Hálf milljón gefin í fótabað

Jarðhiti í Hveragerði Auka á dagskrá á hverasvæðum í Hveragerði.
Jarðhiti í Hveragerði Auka á dagskrá á hverasvæðum í Hveragerði.
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands hefur styrkt Hveragerðisbæ um fimm hundruð þúsund krónur til að gera fótabað. „Verkefnið er hluti af endurbótum og uppbyggingu svæðisins með það að markmiði að auka aðsókn ferðamanna á Hverasvæðið," segir um málið í fundargerð mannvirkjanefndar Hveragerðis. „Hverasvæðið er eitt af fáum svæðum þar sem hægt er að sjá fjölbreytta nýtingu jarðhita á Íslandi með ræktun í gróðurhúsum, fótabaði í hveravatni, borholum, suðu á eggjum, rúgbrauðsbakstur auk goshvera, leirhvera og hveralækja."- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×