Erlent

Var virkur á stefnumótasíðum

Bjarne Østergaard Madsen var virkur á stefnumótasíðum og notaði þessa mynd sem prófílmynd.
Bjarne Østergaard Madsen var virkur á stefnumótasíðum og notaði þessa mynd sem prófílmynd.
Daninn Bjarne Østergaard Madsen sem var handtekinn á föstudag í Árósum fyrir morð á kærustu sinni, Lisbet Nielsen, hengdi sig í fangaklefa í gær. Hans aðal áhugamál voru konur og stefnumót. Þetta kemur fram í Extrabladet í dag.

Eftir að Bjarne losnaði úr fangelsi fyrir fimm árum síðan, hann var dæmdur í fangelsi árið 1990 fyrir morð á eiginkonu sinni, hefur hann eytt mestum tíma í að umgangast konur.

Hann var mjög virkur á stefnumótasíðum og stundaði dating.dk grimmt. Þar hafði hann skapað sér karakter og í raun annað líf. Það var einmitt í gegnum eina slíka síðu sem hann kynntist Lisbet Nielsen, sem hefur ekki sést síðan á föstudaginn í síðustu viku, en lögreglan vill meina að Bjarne hafi drepið hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×