Innlent

Snarpir skjálftar á Reykjanesi í nótt

Kort af vef Veðurstofu Íslands.
Kort af vef Veðurstofu Íslands.

Mikil jarðskjálftahrina gekk yfir vestur af Reykjanesi í nótt. Flestir jarðskjálftanna urðu við Geirfugladrang og Eldeyjarboða vestur af Reykjanesi. Stærstu skjálftarnir voru um 4 stig á Richter.

Skjálftahrinan hófst á áttunda tímanum í gærkvöldi en snörpustu skjálftarnir urðu laust eftir miðnættið í nótt og mældist sá stærsti 4,1 stig á Richter.

Alls mældust 18 skjálftar 3 stig eða meira á Richter á svæðinu í nótt og morgun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×