Innlent

Segir Egil Helgason hafa lagt son sinn í einelti

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður segir að Egill Helgason þáttastjórnandi á Rúv hafi eftir hrunið lagt son sinn og einn af seðlabankastjórunum í einelti. Þessi orð lét Jón falla í umræðuþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni fyrir stundu.

Sonur Jóns er Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Í morgun voru málefni Rúv rædd og var Jón í þættinum ásamt Páli Magnússyni útvarpsstjóra.

Þegar umræðan fór út í það að Egill Helgason hefði dregið taum ákveðinna manna í umræðunni eftir hrunið sagði Jón að hann hefði sérstaklega lagt tvo menn í einelti, fyrir utan þáverandi forsætisráðherra.

Það væru þeir Davíð Oddsson seðlabankastjóri og sonur sinn forstjóri FME. Hann sagði margt af því sem Egill hefði sagt um son sinn væru meiðyrði að hans mati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×