Erlent

Mafíósar handteknir í Napolí

Ítalía Lögreglan í Napólí á Ítalíu handtók í gær tvo mafíósa degi eftir að bróðir þeirra var handtekinn en sá hafði verið á flótta í fimmtán ár.

Bræðurnir Pasquale og Carmine Russo eru grunaðir um morð og aðra mafíustarfsemi. Pasquale er á lista yfir 30 hættulegustu flóttamenn Ítalíu og hefur verið á flótta frá árinu 1995. Salvatore Russo, bróðir þeirra, er einnig á listanum, en hann var handtekinn á sveitabæ á laugardag.

Yfirvöld segja að Pasquale hafi stýrt mafíunni í Napolí en hún er talin ein áhrifamestu og hættulegustu glæpaklíka Ítalíu. - afb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×