Erlent

Bresk kona lést eftir skriðufall á Tenerife

Tenerife, playa de los Gigantes
Tenerife, playa de los Gigantes
57 ára gömul Bresk kona er talin hafa látist vegna skriðufalls í fríi sínu á Tenerife í dag. Heimildir Sky fréttastofunnar herma að konan og 34 ára gamall íbúi eyjunnar hafi látist þegar 40 metra langt brot úr kletti féll á litla strönd á Playa de los Gigantes þar sem fólkið var í sólbaði.

Yfirvöld á eyjunni segja að slysið hafi átt sér stað um klukkan 16:00 í dag á vinsælum stað á eyjunni sem vestrænir ferðamenn sækja mikið. Gott veður í dag gerði það að verkum að margir fóru á ströndina.

Á tímabili var óttast að sex aðrir hefðu orðið undir skriðunni, en sporhundar hafa ekki fundið neitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×