Erlent

Stéttarfélag Konunglega póstsins kærir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Búist er við því að breskur dómstóll taki í dag eða á morgun fyrir kæru stéttarfélags póstmanna Konunglega póstsins sem eru í verkfalli. Félagið kærir póstinn fyrir að ráða tímabundið 30.000 starfsmenn til að bjarga því allra nauðsynlegasta en 60 milljónir óafgreiddra póstsendinga hafa hlaðist upp á pósthúsum síðan verkfallið hófst. Kæran þykir koma á óheppilegum tíma þar sem samningaviðræður milli stéttarfélagsins og Konunglega póstsins eru á mjög viðkvæmu stigi. Lögfræðingar stéttarfélagsins segja þó út í hött að pósturinn geti ráðið bráðabirgðastarfsfólk meðan á verkfalli stendur, það sé hreint og klárt verkfallsbrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×