Innlent

Strokupiltur fannst á Akureyri

Lögreglan lýsti í gær eftir tveimur piltum sem struku af meðferðarheimilinu Árborg rétt fyrir utan Húsavík í fyrrakvöld. Annar pilturinn fannst á Akureyri í gærkvöldi og er hann nú á lögreglustöðinni þar í bæ.

Að sögn varðstjóra er ekki ljóst hvað verður um piltinn, en ákvörðun um það verður tekin síðar í dag.

Þá gista þrír fangageymslur lögreglunnar fyrir ólæti í nótt. Þeir voru að dunda sér við að skemma bíla þegar lögregla kom að þeim og handtók þá.

Tveir ökumenn á Akureyri voru einnig stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×