Erlent

Sómalskir sjóræningjar gætu verið að fjármagna hryðjuverkasamtök

Stundum tekst að handtaka sjóræningja sem stunda sjórán.
Stundum tekst að handtaka sjóræningja sem stunda sjórán. MYND/AP
Háttsettur ráðgjafi hjá Nato í sjóræningjastarfsemi gagnrýnir bresk stjórnvöld fyrir að rannsaka ekki nægilega hvort greiðslur í lausnarfé til sómalskra sjóræningja fari í fjármögnun hryðjuverkasamtaka, líkt og al-Qaida.

Jopling lávarður, sem einnig hefur skrifað skýrslu um peningaþvætti og hryðjuverk fyrir lávarðadeild breska þingsins, hefur varað við því að greiðslur til sjóræningja hvetji hryðjuverkasamtök til þess að stunda frekari sjóræningjastarfsemi.

Þessi ummæli hans koma í kjölfar þess að krafist var rúmlega fjögurra milljóna punda í lausnargjald fyrir bresku hjónin Paul og Rachel Chandler, sem voru tekin til fanga fyrir níu dögum. Um 300 árásir sjóræningja voru framdar á árinu 2008.

Bresk lög heimila eigendum skipa að greiða lausnarfé fyrir skip sem hefur verið rænt. Ef stjórnvöld ná að tengja saman sjóræningjastarfsemi og hryðjuverkasamtök, mætti líta svo á að lausnargjöldin færu í fjármögnun slíkra samtaka, þá væri hægt að banna slíkar greiðslur með lögum segir Jopling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×